Hvernig væri nú að njóta jólanna

Ég sagði við sjálfa mig í upphafi jólavertíðarinnar að þessi jól myndi ég ekkert stressa mig upp, gerði allskonar lista til að skipuleggja mig og vera on top of things. Svo allt í einu, þegar við Tryggvi vorum að hjálpast að við að pakka inn tveimur pökkum sem voru á leiðinni út, þá segir hann við mig "Slakaðu nú á Lauga mín, ekki vera svona stressuð". "HA! ég er ekkert stressuð!" segi ég. Jú, ég var víst stressuð, bara áttaði mig ekki á því. Eftir þetta hef ég verið að passa mig eins og ég get. Jú, ég stend mig stundum að því að vera að stressa mig að óþörfu en átta mig og róa mig niður. Brosi og hlæ að sjálfri mér og ruglinu í mér. Raðirnar í búðunum verða ekkert styttri þó ég stressi mig. Og ef ég næ ekki að gera eitthvað fyrir jólin, so be it. Ef ég stressa mig á því sem ég á eftir að gera þá gerir það bara illt verra, ég einbeiti mér ekki eins vel að hlutunum, vinnunni og öðru og gleymi hlutum. Og það er líka bara svo líkamlega slæmt að vera svona stressaður. Magasár, stífleiki í hálsi, baki og öxlum, þreyta. Og hvað gerist svo á aðfangadagskvöld, spennufall. Nei ég ætla sko ekki að lenda í því. Ég ætla bara að taka þetta rólega og slappa af, njóta tímans með honum Tryggva og svo fjölskyldunni.

Kveðja, Lauga rólega jólabarn (sem er búin að vera að hlusta á jólalög síðan í lok október hehe)


mbl.is Fólk beðið um að hemja jólastressið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband