19.12.2007 | 10:48
Nýr fugl
Við Tryggvi erum nú búin að ákveða okkur að fá okkur nýjan fugl. Við áttum nú reyndar ekkert í þessum sem lést hjá okkur um daginn, litlu systur mínar áttu hann en við vorum búin að vera með hann í nokkra mánuði hjá okkur.
En mér tókst að smita Tryggva af fuglasýkinni (ekki flensunni samt sem betur fer) og hann er æstur í að fá annan fugl inn á heimilið. Ég hafði hugsað mér að við gerðum það bara fljótlega á nýju ári en honum tókst að smita mig til baka í gær þegar við fórum í Dýraríkið að skoða fuglana. Þá var tekin ákvörðun að fá okkur dísarfugl eins fljótt og hægt er. Fyrir þá sem ekki vita hvaða fugl það er þá er mynd hér:
Afskaplega fallegir fuglar og eftir sem við höfum heyrt og lesið, virkilega skemmtilegir og gaman að þjálfa þá. Við ætlum að sækjast eftir eins ungum karlfugli og við getum og handmataðan (þá er hann gæfari og auðveldara að temja). Karlfuglinn á víst að vera hávaðasamari en á móti lærir hann víst fleiri hljóð frá umhverfinu (eins og símhringingar o.fl) heldur er kellingin.
Á næstu dögum verður því athugað hvar sé best að kaupa fuglinn og allt með honum, búr, leikföng og mat. Væri svo skemmtilegt ef við næðum því að kaupa fugl fyrir jól og hafa smá félagsskap yfir hátíðirnar (ekki að mér leiðist að vera ein með Tryggva - þvert á móti).
Athugasemdir
Hæ hæ
Sæl
Ég þekki þig að vísu ekkert en rakst á þetta blogg þitt
Það getur verið vandasamt að handmata unga og margt sem varast þarf í því sambandi. Betra væri að fá sér handmataðann unga en því miður kemur kynið ekki í ljós fyrr en fuglinn er 8 mánaða (ef um Dísu er að ræða) Hef töluverða reynslu á handmötun ræktaði einusinni dísur og handmataði fyrsta Hansara ungann sem fæddur er hér á landi og kann hann að seigja "Halló- já já" og er orðinn rúmlega árs gamall. Og eru Hansararnir skemmtilegri en Dísur. Veit að það eru 3 ungar undan sömu foreldrum í handmötun hjá Furðufuglum og Fylgifiskum. ps. Hansararnir eru að vísu dýrari en dísur.
slóð svo þú getir séð mynd af hansara.
http://www.tjorvar.is/html/hahn_s_macaw.html
Auður (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:21
Takk fyrir upplýsingarnar Auður.
Við höfum barasta ekki efni á svona dýrum fugl núna :( En okkur líst rosalega vel á dísurnar og þær eru á viðráðanlegu verði fyrir okkur. Við ætlum einmitt að tala við Furðufugla og fylgifiska en ég vissi ekki að það tæki svona langan tíma að koma þeim upp eða vita kynið. Við ætlum ekki að handmata sjálf en vorum að skoða fallega fygla í Dýraríkinu í gær sem eru einmitt handmataðir. Eigum reyndar eftir að spyrja hvað þeir eru gamlir og skoða þá betur en þeir virtust mjög fjörugir og líflegir.
Takk aftur fyrir upplýsingarnar :)
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 19.12.2007 kl. 11:36
He he vildi bara bend á þetta Með aldurinn og hef misskylið með handmötuninna.
Dísur eru skemmtilegar, því miður varð ég að láta mínar þar sem dóttir mín hafði oðnæmi fyrir þeim. En gangi þér vel, ég sá á tjörvar að Hansar ungarnir væru seldir.
Auður (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.