Bara enga mismunun takk fyrir

Það skiptir engu máli hvort mismunun sé talin jákvæð eða neikvæð, þetta er mismunun. Ég vona að þetta verði ekki tekið upp hér á landi, nóg finnst mér um þá mismunun sem felst í þeim hluta jafnréttisbaráttunnar sem ég er á móti. Að kona sé tekin framfyrir ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um starf. Eða að ákveðinn fjöldi þingmanna þurfi að vera konur. Ég tel það vera rétt vinnuveitandans að velja á milli.

Ég er á engan hátt með þessum orðum að segja að ég sé á móti jafnréttisbaráttu kvenna. Alls ekki. Ég er kona og auðvitað styð ég jafnréttisbaráttu kvenna fyllilega, þegar mér finnst hún ekki fara út í öfgar. Eins og með þessum kynjakvótum. Þegar ég er að kjósa (raða í lista) þá er ég að kjósa EINSTAKLINGA. Og einstaklingarnir raðast svona upp af ástæðu, flestum leist vel á þennan en ekki hinn. En svo er einn einstaklingur tekinn fram fyrir hinn? Why? Af því að einstaklingurinn er kvenkyns? Þetta kalla ég ekki jafnrétti, þetta kalla ég mismunun. Ekki myndi ég persónulega vilja vera þessi kona vegna þess að þá liði mér illa. Mér fyndist ég ekki verðskulda þetta og fyndist ég ekki vera eins góð og þeir sem voru færðir fyrir neðan mig. Eins ef ég væri ráðin í eitthvað starf bara vegna þess að ég ef af þessu kyni, þá liði mér eins illa. Og fyndist eins og hinir litu á mig sem eitthvað óæðri, ég var bara ráðin fyrir eitthvað prinsipp.

Mér finnst þetta ekki rétta aðferðin við að koma fleiri konum í stjórnunarstöður og á þing. Réttara væri að hafa meiri hvatningu fyrir konur og verðlauna þær konur sem koma sér ofarlega (sem er gert að einhverju leyti) og ég segji aftur, hvetja konur, stappa í þær stálið. Konur geta allt sem þær vilja. Þær vita bara ekki allar af því. Þetta felst meira í hugarfarsbreytingum heldur en reglugerðum og lögum. Að sjálfsögðu hefur réttindabarátta kvenna unnið virkilega gott starf og ég er virkilega fegin því að konur megi kjósa og konur megi vinna og konur megi stjórna fyrirtækjum. Við erum búnar að ná þessum réttindum með harðri baráttu og væntanlega er ýmislegt sem má bæta. En við megum ekki fara yfir strikið. T.d. með því að vilja endilega að konur séu leyfðar í einhverjum kallaklúbbum. Uhh af hverju mega þeir ekki eiga sína kallaklúbba í friði, við getum þá bara gengið í einhverja kvennaklúbba eða unisex klúbba.. Ekki viljum við að þeir ráðist inn í einhverja kvennaklúbba..

En já, ég er tölvunarfræðingur. Stærsti hluti tölvunarfræðinga eru karlmenn eftir því sem ég best veit. Þegar ég hóf nám var stærsti hluti bekkjarins karlmenn. Þó var óvenju mikið um kvenmenn þetta árið og kennararnir og stjórnendur skólans voru afar stoltir af því og ég var virkilega stolt að tilheyra þessum hóp. Árið eftir var ekki eins góða sögu að segja. Þá hófu örfáir kvenmenn nám. Ég veit þó ekki hvernig staðan er í dag.
Ég er líka afskaplega stolt af mínum vinnustað. Fyrir hugbúnaðarfyrirtæki tel ég þetta svolítið óvenjulegt, en rúmlega 50% starfsmanna eru kvenmenn. Ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi tölvunarfræðina (þar var margt sem spilaði inní) var að ég fór í kynningu í skólann og það var stelpa sem var að kynna. Þessi stelpa var hvatning fyrir mig, sýndi mér að ég gæti þetta alveg þó ég væri stelpa. Sem er einmitt það sem ég held að sé málið. Breyta ímynum með hvatningu og kynningum og fræðslu. Kannski ætti ég að vera að fara í grunnskólana og kynna tölvunarfræðina fyrir ungum krökkum - hvort sem það eru strákar eða stelpum. Og gera stelpunum grein fyrir því að þetta er ekki bara "strákasport".

En bottom line-ið.. hvort sem það er mismunun kynja, mismunun þjóðflokka eða hvað sem er, þá er hún ekki réttlætanleg. Ég er einstaklingur og vil láta koma fram við mig sem manneskju.


mbl.is Enga jákvæða mismunun hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Get ekki verið meira sammála ! málið er einfaldlega það að ef kona vill ná langt á framabrautinni, þá verður hún að fá að komast á topinn af eigin verðleikum allra vegna og ekki síst hennar sjálfrar. 

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 21.12.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Hreinn Ómar Smárason

Vel skrifað, hélt á tímabili að ég væri að lesa mitt eigið blogg, því þetta er eins og beint frá mínu hjarta. 

Hreinn Ómar Smárason, 21.12.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband