She-Ra

Við erum búin að finna nafn á fuglinn. Við vildum hafa einhverja flotta kvenhetju eða kvensögupersónu í einhverri flottri sögu. Fyrst datt mér í hug Astrópía (líklega vegna þess hvað það er stutt síðan við sáum hana og erum alltaf að sjá auglýsingar). En okkur fannst það frekar flókið nafn fyrir fuglinn til að læra, en svo benti samstarfskona mín mér á að það væri þá hægt að kalla hana Píu. Já, soldið flott. Var samt ekki alveg nógu heilluð af því.

En svo fór ég á stúfana, googlaði kvenhetjur í teiknimyndum og sögum. Fékk upp einhvern lista og leist ekkert á neitt - fyrr en ég rakst á She-Ra, Princess of Power.

Fyrir þá sem ekki vita þá er She-Ra tvíburasystir He-Man. Hún heitir venjulega Adora en hún breytist svo í hetjuna She-Ra sem berst fyrir frelsi Etheria frá Hordunum. Hún á sverðið "Sword of Protection" og hestinn Spirit sem fær vængi þegar hann breytist.

Fyrir þá sem vilja rifja upp hver She-Ra er þá er vídjó hérna:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband