Aldrei hefði mér dottið í hug

Að það væri svona vont að byrja að spila á gítar. Kallinn gaf mér þennan forláta (nei ekki forljóta eins og einn ungur drengur misskildi) gítar í jólagjöf og ég er núna með nokkra hljóma á tölvuskjánum (reyndar sjónvarpsskjánum þar sem tölvan er tengd inn í stofu) og er að æfa mig í þeim. Og þar sem ég er algerlega óvön því að spila á gítar þá er ferlega vont að gera gripin. Strengirnir svoleiðis skerast inn í puttana og ég er dofin í fingurgómunum eftir æfingar gærdagsins. En þetta verður nú væntanlega bara á meðan ég er að byggja upp spilafingur.. byggja upp siggið á fingurgómunum. Eftir einhvern tíma verður þetta ekkert mál.. þannig. Verð vonandi ekki svona dofin í fingurgómunum forever.

Eða hvað segja vanir gítaristar? Er þetta ekki örugglega eðlilegt til að byrja með? :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Það að byrja að læra á gítar getur verið mjög leiðinleg lífsreynsla en ef þú heldur áfram þá kemstu yfir sársaukaþröskuldinn og eru það nokkrir mánuðir. Ef þú æfir alla daga a.m.k. klukkutíma þá getur þetta verið nokkrar vikur. Það að byrja á að spila á gítar er eins og að byrja að skrifa með hinnni hendinni, maður skrifar eins og krakki en hugur og líkami þjálfast og ekki ósennilegt að það taki nokkra mánuði að komast yfir þann þröskuld. Ég hef altaf glamrað af og til (byrjanir á nokkrum metallica lögum og annað jafn lame) á gítar frá því ég var 10 ára en eftir að ég keypti mér einn fyrir 5 árum þá hefur mér farið mjög mikið framm og er að leika mér í mismunandi stillingum í dag auk þess að vera með yfir 30 lög undir beltinu. Gangi þér vel og gleðileg jól. Kær kveðja Alli.

Alfreð Símonarson, 27.12.2007 kl. 12:39

2 identicon

Svo skiptir reyndar talsverðu máli hvaða strengir eru í gítarnum, og líka hversu mikið þarf að ýta þeim niður til að þeir snerti böndin. Er þetta stálstrengjagítar?

Daníel (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:13

3 identicon

Nota gítarnögl.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 18:58

4 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Takk fyrir allar ábendingarnar og öll ráðin. Ég mun tvímælalaust nýta mér þessa síðu Helgi, ég er bara rétt búin að kíkja á hana en ég held að hún verði mikið notuð. Svo fylgdi með gítarnum svona diskur með gítarkennslu sem ég mun einnig nýta mér.
Já, þetta eru stálstrengir Daníel og það þarf að ýta þeim vel fast til að hljómurinn sé tær.

En þetta kemur allt með tímanum, ég æfi mig mikið á hverjum degi og gítarinn verður mikið notað stofustáss. Þurfum bara að kaupa okkur stand undir hann svo hann fari vel. Hlakka til að geta farið í útilegurnar (því ég fer einmitt í svo margar útilegur) og spilað undir söng.

En segið mér eitt sem það vita, eru ekki til neinar gítarbækur með lögunum hans Bubba? Við vorum í gítarbúðinni í dag og þar var til fullt af litlum bókum með hinum og þessum hljómsveitum en engin með lögunum hans Bubba nema þá kannski eitt og eitt lag í svona útilegusafnbókum. Eru Bubbalögin ekki ein þau mest spiluðustu í útilegum?

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 27.12.2007 kl. 21:32

5 identicon

Það má gera tvennt til að minnka álagið á puttana á vinstri hendi:

  • setja mjórri strengi. Það þarf ekki að strekkja þá jafn mikið og þess vegna verður auðveldara að ýta þeim niður. Þetta reyndar breytir hljómnum í gítarnum, en þegar maður er að byrja þá skiptir það eiginlega ekki nokkru lifandis máli :-)
  • lækka "action"-ið - þ.e. reyna að minnka bilið milli strengja og banda. Sumir gítarar eru með hátt action, aðrir eru með lágt, og stundum er hægt að breyta því með því að fikta í stillingum og/eða slípa til stykkin sem strengirnir hvíla á. Best að láta gítarbúðina um þetta.

Ég mæli með því að gera þetta, því það getur verið tvennt ólíkt að spila á gítar eftir því hversu erfitt er að ýta strengjunum niður. Ég keypti mér gítar fyrir nokkrum árum og hann var einmitt frekar í erfiðari kantinum, það var ekki fyrr en að ég fór út í framkvæmdir við að breyta actioninu og setti mjórri strengi að ég fattaði það það var bara ógeðslega gaman að spila á hann. Fram að því hafði það bara verið leiðinlegt.

Daníel (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband