21.1.2008 | 16:49
Hversu margir jeppamenn fara af stað núna?
Tjah.. hvað veit maður miðað við síðast þegar var varað við stormi og viti menn - jeppafólk festist uppi á hálendi! Þvílíkur vitleysisgangur sem mér fannst það - og að taka börnin með?!? Ussussuss!
Jæja ég vona að þeir hafi nú lært af þessu.
En afsakið vitleysisganginn í mér, "asahláka"? Er það hláka sem myndast með miklum asa - svo úr verður mikill vatnselgur? Bara spyr.. :)
![]() |
Varað við stormi, asahláku og hárri sjávarstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snilld!
Moggamenn eru nú þekktir fyrir stafsetningarvillur hér á mbl.is og grunar mig að þeir hafi ætlað að segja "asnahláka".
Snorri Bergz, 21.1.2008 kl. 17:14
Asskotans tuð er þetta alltaf hreint!
Ég hef verið á hálendinu á mínum jeppum á ýmsum árstímum, í allskonar veðrum og alltaf með börnin meðferðis.
Ég hef aðstoðað björgunarsveitir og annað fólk í mínum ferðum um hálendið, farið á flesta jökla landsins en hingað til hef ég ALDREI þurft á aðstoð annarra að halda. Einn daginn gæti komið að mér að þurfa á aðstoð að halda, ég veit það, en það verður ekki vegna vankunnáttu eða "vitleysisgangs"
Það er óþarfi að draga alla jeppamenn og hálendisfara undir einn hatt. Fyrir hvern einn sem kemur í fréttum að björgunarsveitir hafi hjálpað/bjargað eru a.m.k. tugir (stundum hundruðir) annarra sem fóru allra sinna ferða hjálparlaust á sama tíma.
Við erum jafn misjöfn og við erum mörg, jeppafólkið. En þar fyrir utan fara afar fáir ef einhverjir af stað með þessa veðurspá í gangi og þar að auki í miðri viku. Alla vega enginn sem ég þekki.
Stormviðvörun segir ekki alla söguna, veður eru mismunandi eftir áttum, hitastigi, og landslagi og þeir sem hafa reynslu af fjallaferðum og þekkingu á landinu meta þetta hverju sinni áður en lagt er af stað. Veður geta hins vegar líka breyst skyndilega og það er ekki allra að átta sig á því.
kv. Ísdrottningin
Ísdrottningin, 21.1.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.