21.2.2008 | 16:01
Söngvamyndir
Að mínu mati ekki gerðar jafn góðar söngvamyndir í dag og í gamla daga. Eða það eru ekki jafn margar góðar söngvamyndir. Auðvitað voru til leiðinlegar söngvamyndir á tímum Sound of Music eða Annie en í dag eru þær örfáar sem ég get flokkað undir góðar.
Ef ég tek nokkur dæmi um gamlar þá voru Sound of Music, Annie og svo mynd um blaðberastráka sem ég man ekki hvað heitir mjög góðar.
Nútímasöngmyndir eins og Chicago, Moulin Rouge, Evita o.fl fannst mér alveg hundleiðinlegar (annaðhvort leiðinlegur söguþráður, leiðinlegur söngur eða of mikið verið að reyna að færa yfir á nútímann - nútímadans/söngur höfðar ekki til mín).
Hins vegar get ég sagt að það hafi verið unninn sigur með Rakaranum í Flotastræti (Sweeney Todd). Mér fannst hún alveg frábær, það var ekki verið að taka hana of mikið inn í nútímann, hvorki með leikmuni eða söngnum. Kannski hef ég litast af því að Tim Burton leikstýrði og mér finnst Johnny Depp æðislegur, og svo af því að ég sá þetta leikrit uppsett af nemendum í Flensborg (sem var alveg frábærlega vel gert).
Já, væri gaman að fá fleiri svona góðar söngvamyndir.
En ég tala bara fyrir sjálfa mig, þið getið vel haft ykkar skoðanir á þessu :)
Athugasemdir
Snilldar mynd! Enda Tim burton snillingur!
Tryggvi F. Elínarson, 22.2.2008 kl. 13:18
Ég er nú ekki sammála því að Chicago og Moulin Rouge hafi verið leiðinlegar og svo man ég eftir einni fáránlega hallærislegri Öskubusku söngvamynd með Whitney Houston og Brandi í aðalhlutverkum - mér fannst hún ÆÐI!
En ég er svo sannarlega hjartanlega sammála því að það má sko alveg gera fleiri góðar söngvamyndir, ég er algjörlega fellow-söngleikjanörd...
Freyja Rut (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.