Hafnarfjarðarbær tæknivæddur

Ég veit ekki hversu mörg bæjarfélög bjóða upp á svona þjónustu. Ég ætlaði að fara að hringja í Hafnarfjarðarbæ (eins og maður geti talað við bæjinn sjálfan.. ok starfsmann Hafnarfjarðarbæjar) og spyrja út í nýju sundlaugina á völlunum, hvaða líkamsræktarstöð opnaði á svæðinu og hvenær væri áætlað að það yrði.

Ég fór því á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og sjá þá eitthvað sem ég ákvað að prófa. Vefspjall við þjónustufulltrúa. Það var reyndar lokað fyrst þegar ég fór á síðuna (opnar 9:15) svo ég fór á fund og prófaði þetta svo. Opnaði svo spjallið, fékk samband við þjónustufulltrúa, spurði hana og fékk svar. Allt þetta á innan við fimm mínútum. Líklega hefði símtalið tekið jafnlangan tíma en mig langaði bara að prófa þetta. Þægilegt :) Með þessu segi ég að Hafnarfjarðarbær sé tæknivæddur.

Hinsvegar klikkar Hafnarfjarðarbær á því að láta laga það að maður verði að setja www fyrir framan hafnarfjordur.is. Ég þoli ekki að þurfa að slá alltaf www. inn fyrst, en það gerist á nokkrum síðum. Óþarfa innsláttur að mínu mati.

En húrra fyrir Hafnarfirði að bjóða upp á þessa þjónustu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband