Óvissuferð

Fór í óvissuferð með vinnunni á um helgina. Vissum að sjálfsögðu ekkert hvert við vorum að fara (annars hefði þetta nú ekki verið óvissuferð). Heyrðum þegar við vorum nýfarin af stað að það yrði komið við á Selfossi á leiðinni. Ok, við fórum s.s. lengra en Selfoss. Svo keyrðum við í gegnum Selfoss í átt að Flúðum og beygðum inn afleggjarann að Flúðum. En keyrðum ekki að Flúðum. Hmmm... Vorum svo komin inn í Þjórsárdal og beygðum upp að Hólaskógum tvö. Rútan komst að vísu ekki alla leið upp í skálann í Hólaskógi vegna færðar (fór eins langt og hún gat) og vorum við og farangurinn þá sótt af mönnum á tveimur jeppum.
Þegar við komum að skálanum sáum við röð af fjórhjólum og þá varð mannskapurinn heldur betur spenntur.
Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir í skálnum og slaka aðeins á var farið í að galla okkur upp, fengum allt, risa moonboots, hjálma, hettur, hanska og gallann sjálfan. Svo var lagt af stað. Ég og Hrönn vorum saman á hjóli og byrjaði hún á að keyra (ég þurfti aðeins að mana mig upp í að þora að keyra sjálf - en það hafðist eftir smá tíma).
Þetta var algjör snilld. Það var farið upp holt og hæðir, yfir ár og vötn og fest sig og brunað áfram. Og við stoppuðum á nokkrum stöðum, m.a. við Háafoss, Gjána, Hjálparfoss, Stöng, Búrfellsvirkjun og stífluna. Já, farið víða enda var þetta um fimm tíma ferð. Baaaara geðveikt og allir þvílíkt ánægðir.
Þegar heim var komið var byrjað að elda matinn sem tók slatta tíma (læri) og byrjaði fólk að taka hresslega á því strax (í víni).. á meðan maturinn var á grillinu fengum við að horfa á vídjóið sem leiðsögumennirnir tóku upp á leiðinni. Ekki leiðinlegt það. Svo var tekið hraustlega til matar síns og mikil skemmtun um kvöldið, farið í sauna og í koníaksstofuna (sem er í litlum kofa rétt hjá skálanum).
En já, hraustlega var tekið á áfenginu, fimm stórar flöskur af opal kláraðar (held þær hafi verið langt komnar fyrir mat), allur bjórinn og svo eitthvað af stroh. Púrtvínið var þó ekki klárað.
Á sunnudaginn var fólk vaknað ótrúlega snemma (fyrir níu) og byrjað að pakka og taka til (sem ég reyndar hjálpaði ekki til með þar sem ég var eiginlega ekki í ástandi til þess) og við vorum svo lögð af stað í bæinn fyrir kl. 11. Sem mér finnst svakalegt afrek.
En eins og Albert sagði í tölvupósti áðan "Heilsan hefði mátt vera betri í gær, en laugardagurinn og fjórhjólaferðin vógu það upp og rúmlega það".

Mæli þokkalega með að fara í svona fjórhjólaferð hjá strákunum í Óbyggðaferðum (obyggdaferdir.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband