Pósturinn

Um daginn fékk ég bréf frá póstinum um að mér hafi borist böggull og að þar sem ég hafi ekki verið heima þegar komið var með hann heim til mín þá þurfi ég að sækja hann sjálf.

Ohh. Það þýðir að ég þarf að gera mér ferð á pósthúsið í Hafnarfirði, þangað þarf ég að ná fyrir kl. 18 einhvern daginn. Ég er að vinna til fimm og tvisvar í viku er ég upptekin eftir vinnu svo ekki kemst ég þá daga. Svo ég þarf að taka frá tíma einhvern af hinum dögunum til að drífa mig heim og á pósthúsið. Ekki gerði ég það í gær þar sem ég kíkti til Tryggva í Ármúlann og fór svo með honum til Trausta í Allra8 að hjálpa honum að veggfóðra einn vegg. Ég veit ekki hvort ég kemst í dag því kannski fer ég til Tryggva að æfa mig fyrir ME og við fáum okkur eitthvað gott að borða saman - kannski fer ég heim og næ þá að sækja pakkann.

Það væri svo þægilegt ef ég gæti skotist í hádeginu á pósthús í nágrenni við vinnuna. En það er auðvitað ekki hægt þar sem pakkinn er í öruggri geymslu í pósthúsinu í Hafnarfirði.

En ég sé fyrir mér framtíðina. Í framtíðinni verður þetta hægt. Þá fer ég á næsta pósthús sem hefur samband við móðurstöð þar sem allir pakkar landsmanna eru geymdir. Móðurstöðin setur pakkann í þar til gert tæki sem flytur pakkann á nokkrum sekúndum yfir á pósthúsið þar sem ég er stödd. Fjarflutningar. Þá er hægt að spara pláss á hverri póststöð fyrir sig og hafa eina stóra móðurstöð. Bara snilld.

"Beam me up Scotty" :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Passaðu þig bara að þú fáir hann, sendi systur minni pakka um daginn í grafarholtið og hún var heima þegar hann var borinn út, en hún fékk hann aldrei. Það var búið að segja mér þegar ég hringdi að hann væri afhentur og ég gæti ekkert gert í málinu, 2 vikum seinna þegar sólveig er að labba framhjá íbúðum í blokkinni sinni þá rekur hún augun í ruslapoka með kunnuglegum kassa í, hún fer að horfa betur á þá sér hún númerið mitt og nafnið hennar kristjönu sem var sendandi. Hún var mjög fúl yfir að einhver annar hefði tekið við pakkanum og ekki látið hana vita. Svo viku seinna bankar hún uppá hjá þessari manneskju og spyr hvort hún hafi fengið pakka sem sólveig ætti, konan leit á hana og sagði já garnið, ég er með það hérna inni og rétti sólveigu garnið í skrjáfupoka og sagðist einmitt ætla að fara að hringja á pósthúsið til að láta vita að hún væri með pakka sem hún ætti ekki. HHMMMMM af hverju var hún þá búin að rífa kassann utan af og henda honum og svo tók þetta 3 vikur. ;(

páley (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Framtíðin já...

Þá þarf ekki einu sinni pósthúsið.. þú ferð bara í þar til gerðan afgreiðslubás, rennið seðlinum sem pósturinn skildi eftir heima hjá þér og bzzzzaaaappp.... pakkinn mættur fyrir framan þig. Og hananú... ekkert vesen.

 Hinn fjáði hópur fólks verður svo vitanlega með slíka græju heima hjá sér. Þar sem þú verður klárlega í þeim hópi þá verður þetta ennþá þægilegra þegar þú pantar af amazon. Þú pantar bækur eða eitthvað og svo þegar pakkinn er tilbúinn hjá þeim þá færðu e-mail. Þú verður með fjarflutningagræjunda tengda við tölvuna þannig að þú ýtir bara á takkann "sækja núna" í póstinum frá amazon og viti menn... bzzzzaaaaap   og pakkinn kominn til þín :D

 Framtíðin er frábær!!!

Tryggvi F. Elínarson, 11.4.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Páley: Kræst - talandi um 1. slæma póstþjónustu og 2. konu sem ætlaði sko ekkert að skila þessu...

Tryggvi: Já veistu, ég pældi í þessu með að hafa svona græju heima hjá sér en það sem ég fór að pæla er - hvað ef það kemst vírus í tölvuna þína og opnar fyrir hvað sem er í gáttinni heima hjá þér? Þá er opið fyrir allskonar rusl..
Ég held að hinn fjáði einstaklingur hefði frekar gott af því að labba (eða keyra) smá spöl út á "afgreiðslustöð" og sækja pakkann þar...
En jú ok.. það væri samt snilld að vera með svona græju heima hjá sér...

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:22

4 identicon

Já þetta eru sko alvöru vandamál sem þú ert að fást við, ég sé ekki hvernig þú getur leyst þetta og nálgast pakkann. Þú verður bara að vona að það hafi ekki verið neitt merkilegt í honum. Vona að ég lendi aldrei í svona rosalegri klemmu!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband