Amsterdam part II

Dagur tvö í Amsterdam. Sváfum út og tókum því rólega. Stefnan var svo tekin í Rembrandt húsið og röltum við áleiðis þangað og þegar við nálguðumst var byrjað á að fá sér að borða. Virkilega góð klúbbsamloka þar á ferð. Svo var haldið aftur af stað en hvergi fundum við húsið. Tókum upp kortið og áttuðum okkur þá á því að við vorum á bandvitlausum stað. Á kortinu voru einhverjir númeraðir punktar og vorum við á rétta númerinu en vitlausum lit. Við vorum s.s. hjá einhverjum veitingastað en rembrandt húsið var allt annarsstaðar. Svo við röltum bara áleiðis að daam torgi og fórum þaðan á verslunargötuna. Mjög mikið mannlíf þarna. Kíktum í 2-3 búðir en keyptum ekkert nema sólgleraugu. Vorum ekki í neinu verslunarstuði, sérstaklega þar sem þetta er svipað dýr borg og hér. Gætum alveg eins farið í Kringluna og verslað þar. Tókum því bara rólega röltið á þetta og skoðuðum mannlífið og fengum okkur bjór.

Amsterdam Almenningsklósett 
Hér sést mannlífið í kínahverfinu (þar sem við héldum að rembrandt húsið væri) og svo almenningsklósett - útipissuskálar fyrir karlmenn. Maður hélt sig frá þeim þar sem lyktin var meira en lítið ógeðsleg.

Eftir rölt um bæinn og skoðun mannlífs var svo haldið upp á hótel að gera sig kláran fyrir árshátíðina. Hittumst við öll niðri í lobbýi og var svo rölt á Supperclub, sem var sko ekki auðvelt að finna. Bara af því að Logi hafði skoðað staðsetninguna nákvæmlega í Google Earth, þá fundum við staðinn sem var í mjög þröngri hliðargötu og lítið sem ekkert merktur. En þangað komumst við á endanum og var okkur vísað í kjallarann þar sem salurinn okkar var. Svartur leðurbólstraður salur með handjárnum hangandi um allt og rúm í staðinn fyrir borð og stóla. Mjög flottur staður.
LauksúpaÁ Supperclub hófst svo rífandi stemning, allir mingluðu rosalega vel, maturinn var góður og skemmtiatriðin góð. Maturinn var borinn mjög skemmtilega fram og það fyrsta sem við fengum var lauksúpa í glerflösku með röri. Kósí stemningÞað var mjög skemmtileg reynsla að vera bara í rúmum og myndaðist voða kósý stemning. Sumir lágu uppi í rúmi, aðrir sátu og aðrir stóðu og spjölluðu. Einn sofnaði meira að segja í einu rúminu :) Klósettin þarna voru unisex, annaðhvort fyrir samkynhneigða eða fyrir gagnkynhneigða. Ég verð nú að játa að það var ekkert sérlega þægilegt að ganga inn á klósett þar sem voru nokkrir karlmenn á pissuskálunum, ganga framhjá þeim og inn á bás. En maður lét sig auðvitað hafa það. Speglarnir á klósettunum voru líka hálfgagnsæir svo ef maður var að varalita sig þá sá fólk fyrir utan klósettið það. Mjög spes. En staðurinn var mjög skemmtilegur og mikil upplifun, maturinn var góður nema hvað að það tók allt of langan tíma að servera matinn, sjö smáréttir á fimm klukkutímum er ekki að gera sig. Margir misstu af 1-2 réttum og sumir fóru bara á steikarhús eða subway. En allt fyrir utan matinn var algjör snilld.
Eftir árshátíðina var rölt og leitað af klúbbi eða góðum stað til að halda áfram djamminu. Hann fannst ekki á fyrsta stað sem við leituðum og tókum við þá hjólataxa yfir í rauða hverfið í von um að það væru skemmtilegir djammstaðir þar. En það var allt að loka kl. 03.00 svo við létum okkur nægja að fara bara heim að sofa.
Tryggvi og Lauga
Skötuhjúin á góðri stundu eftir árshátíð - Tryggvi með hattinn hans Níelsar sem fer honum bara nokkuð vel :) Kannski maður kaupi svona hatt á kallinn :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Hæ, velkomin til Amsterdam. Búin að búa hér síðan 1980, frábær borg. Vonandi skemmtið ykkur vel. Með beztu kveðju.

Bumba, 6.5.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband