Amsterdam - Part one

Ferðin til Amsterdam var frábær.
Ætla að koma hér með ferðasöguna í þremur hlutum (einn fyrir hvern dag, sunnudagurinn tekinn með laugardeginum).

Dagur 1 - Fimmtudagur 1. maí.
Vaknað snemma til þess að fara út á völl, tékkuðum okkur inn í rafrænu check-in sem var algjör snilld. Þurftum því ekki að bíða í mjög langri röð til þess að komast í það og svo önnur stutt röð til að skila af okkur töskunum.
Og í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað langan tíma (væntanlega þar sem ég ferðast alltaf með lággjaldaflugfélögum) þurfti ég ekki að fara í hlið sem var langt að ganga í, við vorum barasta í hliði 1. Flugvélin sem við fórum í var þó ekki sú besta, minna pláss heldur en í express vélunum, mjög lítið fótapláss!
En út komumst við heil á húfi. Miður dagur í Amsterdam og byrjað á því að koma sér fyrir inni á herbergi. Hótelið, Radisson Sas, var mjög flott. Það er byggt úr mörgum gömlum húsum og lobbýið er yfirbyggt með glerþaki. Við vorum á efstu hæð í lægsta húsinu (3 hæðir, hin voru 4 hæðir) og fengum mjög flott og kósí herbergi.
Þessi dagur var tekinn mjög rólega. Röltum aðeins um bæinn og fengum okkur að borða. Fundum okkur svo flottan stað til að borða um kvöldið sem við sáum í blaði uppi á hóteli. þar komu Inger og Níels og hittu okkur. Maturinn þar var alveg frábær og stóðst allar væntingar (set inn myndir síðar, jú ég tók nú líka myndir af fólkinu Wink).
Eftir matinn kíktum við aðeins í rauða hverfið sem var mjög áhugavert. Konur í öllum gluggum (í sumum tilfellum mjög ungar og maður spurði sig hvort hún hefði aldur) og sumsstaðar dregið fyrir sem þýddi auðvitað að þar væri eitthvað action í gangi. Á einum stað sáum við að það var hópur af karlmönnum fyrir utan og fórum að velta fyrir okkur hvað væri í gangi þar. Þegar við komum þar að var löng biðröð af mönnum á leið inn og við heyrðum svo "only five euros"... Ok semsagt eitthvað tilboð í gangi..
En jæja, eftir að við höfðum skoðað okkur aðeins um þarna var haldið heim að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband