14.6 km á 1:12

Í morgun tók ég hjólið með mér í strætó. Hjólaði niðrí fjörð (2.6km) og úr strætó í Borgartúnið (2.2km). Tryggvi fékk mig af því að  hjóla í vinnuna í morgun því ég vissi ekki hvað það tæki langan tíma. En núna veit ég það þar sem ég hjólaði úr vinnunni og heim. Úff púff. 14.59 km á rúmri klukkustund. (nú eigið þið að segja úúú vááá í aðdáunartón) Á leiðinni tóku margir hjólreiðamenn fram úr mér. Vanir hjólreiðamenn. Þeir voru í pro hjólreiðagöllum og sumir í skærgulu vesti. Ekki vitlaust að vera í svoleiðis í þessari umferð. En já, þetta var mjög erfitt fyrir konu eins og mig - ekki í neinu formi, með þoltölu upp á 30 (sem flokkast sem "slakt") og hefur ekki hjólað í mörg ár. Kópavogur og Garðabær voru sérstaklega erfið. Ekki lítið erfitt að komast upp þessar brekkur, og svo voru þetta svo miklar krókaleiðir eitthvað. En á móti þá gat maður látið sig renna niður aftur :)
Eini kaflinn þar sem eru engir stígar eða neitt gott til að hjóla á er hjá Fjarðarkaup. Frekar lélegt. En annars voru fínir stígar alla leiðina.

Jæja... spurning hvort maður hjóli í vinnuna á morgun eða úr.. eða bæði??

Og svo er það önnur spurning - hvernig á mér eiginlega eftir að ganga í 7.5 km hlaupi á laugardaginn :|


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, það er það góða við að hjóla hérna í Danmörku, engar brekkur! Keypti mér bara svona 3 gíra götuhjól og það er fínt. Svo eru hjólastígar allstaðar þannig að maður þarf ekki að vera stanslaust fyrir bílunum og svona, algjör snilld.

einar (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 06:54

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já.. ég hugsaði mikið til bæði Kaupmannahafnar og Amsterdam þegar ég var að hjóla í gær...

En í staðinn fæ ég bara massífa lærvöðva hehe

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 14.5.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband