"Frábær þjónusta"

Ég hef verið að taka þátt í átakinu "hjólað í vinnuna" (eins og flestir sem lesa bloggið mitt reglulega hafa eflaust tekið eftir) og hefur það verið að gefa sig vel. Ég er ekki að hjóla eða taka strætó á hverjum einasta degi en ég hef tekið eftir að bæði spara ég bensín alveg heilan helling á þessu og ég fæ heilmikla góða hreyfingu út úr þessu.

Flesta daga hef ég ágætis tíma til þess að koma mér í og úr vinnu. Ég er ekki það tímabundin að ég verði að vera komin heim fyrir ákv. tíma eða þurfi að ná á ákv. stað fyrir ákv. tíma. Svo ég get nokkurn veginn tekið mér þann tíma sem ég þarf í að koma mér heim þá daga sem ég ákveð að hjóla eða taka strætó.

Nota bene, ég segi flesta daga, suma daga getur verið gott að vera á bíl og mikið er ég því fegin að vera ekki bundin því að þurfa að hjóla og/eða taka strætó. Ég var að hlusta á útvarpið í morgun (já í bílnum á leiðinni í vinnuna) og heyrði þá talað um strætó og sumaráætlunina sem tekur gildi 1. júní. Stofnleiðirnar sem nú eru á korters fresti munu keyra á ..... hálftíma fresti!!! (búin að staðfesta þetta á vef strætó). En hvað það er frábær þjónusta eða þannig. Ef ég er aðeins sein fyrir úr vinnunni (þarf t.d. óvænt að fara á klósettið áður en ég stekk út) verð ég bara að gjöra svo vel að bíða í hálftíma eftir næsta strætó. Þá get ég alveg eins bara hjólað alla leið í hfj. alla daga í stað þess að taka strætó og notað tímann sem hefði annars farið í að sitja kjur í holla hreyfingu.

En já, ekki að leiðakerfið sé eitthvað súper í dag. Í gær tók ég eingöngu strætó á leiðinni heim úr vinnunni (geymdi hjólið í vinnunni). Ég náði strætó um kl. hálfsex (hafði misst af strætónum á undan) og fór með honum inn í Fjörð. Þurfti að bíða þar í 20 mín eftir innanbæjar strætóium sem kom mér heim rétt eftir kl. 18. Hefði tekið mig jafn langan tíma að hjóla alla leið.

En þetta að minnka ferðirnar úr fjórum á klst niður í tvær finnst mér alveg fáránlegt og ekki vinnandi fólki sem þarf að taka strætó og þarf að komast á milli staða bjóðandi. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er á einkabíl og geri mig ekki bundna þessu elskulega strætókerfi okkar (sem þó þarf að vera til staðar hvort sem það er gott eða ekki).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband