Og það var strákur :)

Ég vil óska bróður mínum og mágkonu innilega til hamingju með litla prinsinn sem fæddist í gær. Hann var búinn að láta bíða eftir sér en svo þegar hann fattaði að það væri eurovision í gærkvöldi þá ákvað hann að drífa sig út. Fæddist um kl. 17 og fjölskyldan í Vogunum var komin heim rétt í tæka tíð til að horfa á keppnina LoL Hann var 18 merkur og 56 cm og ég hlakka til að heimsækja hann og fjölskylduna í vikunni.
bangsi

Að öðru leyti hefur helgin verið mjög fín. Á föstudagskvöldið var matarboð hérna heima en ég, gestgjafinn fór í annað partý, fór að hitta Rjómann, krakkana úr HR. Það var mjög gaman, róleg og góð stemning í því partýi. Í gærkvöldi komu Guðrún og Siggi yfir og við grilluðum okkur kjúlla til að borða yfir Eurovision sem við skemmtum okkur mikið yfir. Aðalskemmtunin fólst í að hæðast að keppendunum :) Er það ekki það sem geriri Eurovision svona skemmtilegt? :) En að Rússland ynni kom okkur öllum á óvart. En Friðrik og Regína stóðu sig alveg með prýði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir, hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.

Júlía (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband