Turku Part I

Mánudaginn 2. júní lögðum við snemma af stað út á völl til þess að fljúga áleiðis til Helsinki. Það var 12 manna hópur sem flaug á mánudag en 2 höfðu farið daginn áður. Í heildina var þetta því 14 manna hópur Íslendinga á Evrópuþingi. Þegar til Helsinki var komið skiptist hópurinn í tvennt, flestir tóku rútuna til Turku en fimm okkar fórum í bílaleigubíl. (söguna af því getið þið lesið hér).

Við sem vorum í bílaleigubílnum fengum skilaboð frá drengjunum í rútunni sem áttu pantað herbergi á skólagörðunum. Málið var að til þess að fá lyklana að herberginu þurftu þeir að sækja þá á bókasafnið - sem lokaði kl. 18. Voru þeir farnir að sjá fram á það að ná ekki á bókasafnið fyrir lokun þar sem rútan ferðaðist frekar hægt, tók margar krókaleiðir og stoppaði á mörgum stöðum. Við vorum því beðin um að reyna hvað sem við gætum til að komast á bókasafnið fyrir lokun. Við efuðumst reyndar að við gætum það en auðvitað stigum við bensínið í botn og ákváðum að reyna. Tímanlega séð sáum við alveg fram á að ná til Turku en svo var spurningin hvort við fyndum staðinn á réttum tíma. Að bókasafninu komum við rétt fyrir kl. 18 og hófst þá leitin að byggingunni, sem tók smá stund. Tryggvi, Helgi og Sölvi hlupu út um allt og fundu svo bygginguna. Það var ennþá opið og Tryggvi tók mynd af klukkunni - sem sýndi tímann 17:59:30 :)

Auðvitað stríddum við strákunum svolítið og létum þá halda að við hefðum ekki náð fyrir lokun og þeir gætu bara gist fyrstu nóttina í bílaleigubílnum :)

Skemmtileg byrjun á ferðinni (tjah.. kannski ekki eins skemmtileg fyrir alla) með góðum endi.

Hótelið okkar var mjög fínt, beint við hliðina á ráðstefnuhöllinni þar sem þingið fór fram, um 4km frá miðbænum. Það var mjög auðvelt að taka strætó í bæinn og það kostaði 2.50 evrur á mann. Leigubíll kostaði um 15 evrur. Svo þegar þingið hófst var hægt að taka shuttle buses frítt á milli ráðstefnuhallarinnar og bæjarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband