Turku Part II & III

Á þriðjudag var lífinu tekið rólega, enda þingið ekki formlega byrjað. Við Tryggvi fórum bara að rölta um bæinn sem er afskaplega fallegur, og spóka okkur í sólinni. Það var hitabylgja í Finnlandi sem var auðvitað bara næs. Síðar um daginn hittum við Sören, danska vin hans Tryggva (sem hann kynntist í Aþenu) og svo nokkra vini hans Sören. Með þeim fórum við út að borða á indverskan stað þar sem allir strákarnir sönnuðu karlmennsku sína með því að panta sterkustu réttina á matseðlinum, en við Sabrine héldum okkur í mildum og góðum réttum.

Miðvikudagur rann svo upp, glampandi sól og logn. Æðislegt veður eins og hina dagana. Þennan dag tókum við líka frekar rólega og röltum um bæinn og drukkum bjór. Seinnipartinn var svo ræðuæfing og þar á eftir haldið á opnunarhátið þingsins. Hún var samblanda af formlegum ræðuhöldum sem voru misskemmtileg og góðum skemmtiatriðum og verð ég að segja að sirkusnemarnir hafi staðið upp úr. Eftir opnunarhátíðna var svo haldið á finnska kvöldið þar sem var tekið á móti okkur með mat og drykk og eftir það var partý. Kjartan og Siggi opnuðu karókíkvöldið glæsilega með söng sínum þar sem þeir stóðu sig alveg frábærlega með þvílíkum tilþrifum ;-)

Í þessu partýi hitti ég fleiri af vinum hans Tryggva sem hanni kynntist í Aþenu, Emanuele frá Ítalíu (sommelier sem við eigum eftir að heimsækja til Ítalíu, hann ætlar að fara með okkur í túr um Toscana héraðið), Andrew frá Bretlandi (journalist og frábær ræðumaður), Miguel frá Portúgal, Nil frá Tyrklandi o.fl.

Ég stoppaði hins vegar stutt í þessu partýi og var alveg edrú (fyrir utan eitt skot af Gajol) þar sem ég átti að fara að keppa morguninn eftir. Skildi því Tryggva eftir með vinum sínum og fór heim og "snemma" að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband