30.6.2008 | 00:19
Fyrsta ofnæmiskastið
Ohh.. ég er búin að vera að monta mig af því hvað ég er komin með góð lyf, hef nánast ekkert fundið fyrir ofnæmi í allt sumar (en er líka búin að vera dugleg að nota nýju fínu lyfin).
En það kom að því að ég fengi ofnæmiskast. Enda er ég í mikilli snertingu við ofnæmisvaldinn núna. Grasið í garðinum er búið að fá að vaxa villt í allt sumar og ekkert hefur verið gert í því. Af hverju? Vegna þess að þegar við Tryggvi höfum ekki verið í útlöndum þá höfum við verið upptekin, hann er að vinna mikið og ekki fer ég út í garð að slá með mitt ofnæmi. Og þar að auki eigum við ekki sláttuvél svo við þurfum að fá hana lánaða hjá tengdó og þess vegna hefur heldur ekki verið skotist út í garð þegar hefur gefist rúm til (já ég veit - ekkert nema afsakanir).
Tryggvi gaf sér þó tíma núna í morgun og í kvöld, tók fyrri umferð í morgun áður en hann fór í vinnuna og seinni umferð eftir að hann kom úr vinnunni. Og vá hvað þetta var mikið gras! Og þar sem grasið er alveg extra þurrt vegna vökvaskorts þá þeytast frjókornin af grasinu og stráunum gjörsamlega út um allt - og þar á meðal auðvitað inn í hús og pirra mig í nefinu og augunum. Arg.
Held ég fari bara upp í rúm núna með kaldan þvottapoka yfir augunum. Það er svo gott þegar augun eru pirruð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.