Highway to hell

Verktakafyrirtækið og Hafnarfjörður hafa nú selt sál sína djöflinum og eru að hefjast handa við að leggja götu til helvítis. Djöfullinn er jú sníkí bastard og hefur væntanlega platað Klæðningu í að selja sér sál sína (væntanlega eigendanna) gegn því að fá fleiri verkefni í lifanda lífi.. Venjulegu fólki mun líklega finnast þessi gata sem lögð verður ósköp venjuleg og ekkert óvenjulegt kemur upp á hjá því en fyrir djöfla og vondar sálir verður þarna hlið í það neðra.

Ég veit ekki hversu margir hafa horft á þættina Reaper, en þar er fjallað um dreng sem vinnur fyrir djöfulinn vegna þess að foreldrar hans seldu sál hans til djöfulsins og þegar hann varð 18 þá eignaðist djöfulinn hann. Starf hans felst í því að veiða sálir sem hafa sloppið úr helvíti og skila þeim til baka. Það gerir hann í DMV (Department of Motor Vehicles) en það er hálfgert hlið til helvítis, ásamt öðrum opinberum byggingum þar sem venjulegt fólk lýsir heimsókninni sem, já, heimsókn til helvítis :). Skemmtilegir þættir sem ég mæli með (serían tekur reyndar smá tíma að byrja en seinniparturinn af henni er mjög spennandi) ;-)


mbl.is Buðu 66.666.666 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband