Eitt að gera sjálfum sér þetta

..en að gera öðrum sem geta ekkert við því gert að hugsa ekki um heilsuna þeirra.. það skil ég ekki.

 Ég á fugl og ég vigta hann reglulega, hann er alltaf í kringum 94-98 grömm og hefur haldist í þeirri þyngd í töluverðan tíma, enda alinn á góðu fæði. Ef hann fer að þyngjast sker ég út feitu kornin - en hingað til hefur ekki komið til þess.

Það eru ekki allir sem vita það en ein helsta dánarorsök gælufugla er einmitt slæmt mataræði og ekki nógu fjölbreytt. Fólk heldur kannski að það sé allt í lagi, fuglinn er að borða kornið sem var keypt í gæludýrabúðinni en málið er að mikið af því korni er bara ekki nógu gott auk þess sem fuglarnir eru gjarnir á að velja úr korninu. Fólk heldur að hann sé að borða vel því það er mikið af hýði en ef vel er að gáð eru þetta oft hýðið utan af "óholla" og feita korninu. Auk þess þurfa fuglarnir að fá fjölbreyttara fæði eins og ávexti og grænmeti.

Gott próf til að athuga hvort fuglafæðið er gott er að taka nokkur korn og rækta í bómull (eins og maður gerði í grunnskóla). Ég hef reyndar ekki gert það sjálf en vinkona mín hefur borið saman fæðið þaðan sem við kaupum það (hjá Tjörva í Furðufuglar og fylgifiskar) við fæði úr gæludýraverslun og fæðið frá honum Tjörva spírir mun betur. Sem þýðir að það er hollara og næringarríkara.


mbl.is Vaxandi offita íslenskra gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband