Kúrekastelpa

Í dag er ég kúrekastelpa. Ég er fína frúin í bænum, kona bæjarstjórans, í fínu brúnu flauelspilsi, brúnum fínum kúrekastígvélum, með perlufesti, perlueyrnalokka og perluarmband og í hvítri skyrtu. Og með byssu.

Kveðjupartý fyrir Þröst í kvöld, kúrekaþema. Ég ákvað bara að vera fína bæjarstjórafrúin í allan dag. Beint eftir vinnu skelli ég mér þó í dirty kúrekagallann - þó kúrekalegur sé hann ekki (bara flíspeysa, jakki, hlífðarbuxur og grófir útivistarskór) því þá förum við í skotfimi. Eftir skotfimina komum við aftur upp í vinnu - þá verð ég aftur fín bæjarstjórafrú - og þá verður grill og partý - póker og læti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ manstu þegar við fórum fjórar saman í kúrekafötum á djammið,                            svo tíndist ég og var í tómu tjóni ein full og peningalaus í kúrekagalla á menningarnótt,... smááááá hausverkur daginn eftir það. 

Lesson.. aldrei að tína öllum þegar maður er illa fullur í kúrekagalla, það er pínu vandræðalegt

Helga R (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Hahahaha vá.. jú mig rámar nú aðeins í þetta kvöld, man að við fórum á Nellys - og þar lærði ég af þér að alvöru kúrekar sita aldrei með bakið í salinn, helst með bakið í horn því annars eiga þeir á hættu að vera skotnir í bakið :)

En já, ég trúi því að það geti verið vandræðalegt að vera illa fullur - ein - í kúrekagalla niðri í bæ - sér í lagi á menningarnótt :)

Ég er með aðra lexíu - ekki fara í drykkjukeppni sem felst í því að drekka eins mikið og þú getur beint úr bjórdælunni!

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 14.9.2008 kl. 18:00

3 identicon

Gott að þú mannst þetta með bakið, kemur sér vel fyrir þig að vita fyrst þú ert kúrekastelpa. Svo ef þú villt fleiri góð ráð vil ég benda þér á að lesa Lukku Láka bækurnar, ef þú átt engar geturu sennilega nálgast þær á næsta bókasafni

Helga R (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband