Aldrei að segja aldrei og aldrei að segja ég get ekki

Einu sinni sagði ég: "Ég get ekki borðað hafragraut, ég kúgast bara af honum".
-Ég var að enda við að borða þennan fína hafragraut með bestu lyst.

Einu sinni sagði ég: "Ég myndi aldrei flytja á Vellina (í hfj)", og hneykslaðist á vinkonu minni að flytja þangað.
-Stuttu síðar flutti ég nánast við hliðina á vinkonu minni - í sömu götu, og líkar það ofboðslega vel.

Einu sinni sagði ég: "Ég gæti aldrei haldið einhverjar svona ræður fyrir framan fullt af fólki."
-Í dag er ég Mælskumeistari Íslands og fór út til Finnlands að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópuþingi JCI, þar sem ég stóð mig alveg einstaklega vel þó ég hafi ekki unnið þar (dómaraskandall)

Einu sinni hugsaði ég (á námskeiði í brjóstsykursgerð): "Það væri gaman að vera góður í að gera svona brjóstsykur en ég á örugglega aldrei eftir að vera góð í því."
-Í dag er ég reglulega með námskeið í brjóstsykursgerð og rek vefverslun sem selur allt til brjóstsykursgerðar.

Síðasta mánudag hugsaði ég: "Ég get ekkert hangið svona á hvolfi á súlunni.... JÚ VÍST ég get það alveg!" og svo hékk ég á hvolfi á súlunni.

Lærdómurinn er, aldrei að segja aldrei - og ég get allt sem ég vil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég hef líka upplifað þetta. Einu sinni fyrir mörgum árum þegar ég bjó í Noregi og var í námi sagði ég: Aldrei gæti ég búið á öðru eins krummaskuði eins og t.d. Ísafirði en hér bý ég og finnst það frábært... og alveg sammála með að maður getur allt sem maður vill

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:38

2 identicon

Það er nú bara gott mál! Það er eðlilegt að breytast og þroskast. Það er ekkert eins sorglegt og fólk sem hangir á gömlum fyrirheitum á þvermóðskunni einni saman.

Einu sinni ætlaði ég ekki að eiga börn (og það var bara ári áður en Hólmfríður fæddist) og ég ætlaði aldrei að vera með manni sem ætti börn með annarri en mér :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:49

3 identicon

Hey þetta er merkilegra en þú heldur

Nú ertu búin að afsanna "secret fræðina".. gjörsamlega búin að brjóta hana í klessu. Af þessu dreg ég þann lærdóm að hugsa neikvætt, :  Þetta gengur ekki og ég á ALDREI eftir að geta þetta.... þá tekst allt.

Bara grín.. Þú ert ekkert smá dugleg, flott hjá þér 

Helga R (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband