Enn fleiri marblettir

Já, það er ekki tekið út með sældinni að æfa súludans. Í dag er ég með risa marbletti á báðum hnjám og vinstri upphandlegg auk þess sem ég er með smá brunasár á hægri rist og báðum úlnliðum, og svo aum í síðunum og mjöðmunum.

En mér tókst að halda mér á hvolfi á súlunni - með herkjum. Tekst betur næst! Þetta var nú líka bara annar tíminn hjá mér. Ég missti af tíma nr. 2 vegna þess að ég var að kenna brjóstsykursgerð og missti af tíma nr. 3 vegna þess að ég fékk mér aaaaðeins of mikið neðan í því í kúrekapartýinu. En ég held að þetta komi fljótt, þetta er eins og með að læra aðra dansa, erfitt fyrst og maður ruglast oft en svo kemur þetta bara. Bara að mæta vel og þá kemur tæknin og liðleikinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúdda mía þetta er greinilega stórhættuleg íþrótt. En verður ekki opin sýning í lok námskeiðs væri nú alveg til í að sjá þig á hvolfi á einhverri súlu hahahaha mér finnst þetta snilld hjá ykkur að skella ykkur á þetta námskeið og veit að ég myndi aldrei geta þetta eða hafa krafta til að gera þessar æfingar allar hehehe;)

Fanney (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Það er nú alveg ótrúlegt hvað maður getur ef maður hefur trú á sjálfum sér ;)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 16.9.2008 kl. 16:18

3 identicon

Súludans er klárlega list sem er vanmetin hvað varðar erfileika. Ég hugsa nú samt að þetta komi á endanum hjá þér. Svo er bara spurning um að setja eina upp heima við til að halda þessu við.

Fólk er jú með hlaupabretti og stigavélar heima hjá sér þannig að súla ætti nú ekki að vera tiltökumál.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband