Að búa til brjóstsykur - gott í kreppunni

Í gær kom frétt á dv.is sem tengist fyrirtæki okkar Tryggva, Nammiland.is. Í fréttinni var rætt við Svandísi á Selfossi en hún kom til okkar á námskeið til þess að gerast leiðbeinandi og hefur haldið námskeið heima hjá sér.

Fréttina er hægt að nálgast hér: http://www.dv.is/frettir/2008/11/2/brjostsykursjol-i-kreppunni/

Fyrirsögn fréttarinnar er "Brjóstsykursjól í kreppunni", sem eru alveg sannindi því það að búa til brjóstsykur er alla jafna mun ódýrara en að kaupa tilbúinn brjóstsykur út í búð, auk þess sem hann er alveg náttúrulegur og engin aukaefni og því mun hollari. Ef við tökum sem dæmi, þá er hægt að kaupa á nammiland.is ýmiss konar pakka, þar á meðal er lakkríspakki, mentholpakki, bavíanapakki og kólapakki og eru allir þessir pakkar á 1.695 kr (þegar þetta er skrifað) og úr hverjum pakka fást um 2 kg af brjóstsykri. Það þýðir að kílóverðið á þessum pökkum er aðeins tæpar 850 kr. - sem ég held að sé frekar erfitt að finna úti í búð.

Auk þess sem heimalagaður brjóstsykur er ódýr er þetta mikil félags- og fjölskylduskemmtun, það er virkilega gaman að koma saman og búa til brjóstsykur og einnig gaman að gefa heimalagaðan, handunninn brjóstsykur í jólagjöf.

Nú ef svo ólíklega vill til að maður er ekki spenntur fyrir brjóstsykursgerð en veit af fólki sem er spennt fyrir því þá býður Nammiland.is nú upp á gjafabréf á brjóstsykursnámskeið en einnig er sniðugt að gefa startpakka í jólagjöf.

Nú er dagskráin hjá okkur Tryggva að fyllast í nóvember og desember þar sem ekkert lát virðist á námskeiðshaldi í brjóstsykursgerð, saumaklúbbar, vinkonu/vinahópar, starfsmannafélög o.fl. eru nú á fullu að panta hjá okkur námskeið í brjóstsykursgerð fyrir jólin. Ef einhvern langar á námskeið þá er um að gera að senda okkur póst á namskeid@nammiland.is.

Í gær héldum við mjög skemmtilegt námskeið, barnanámskeið í brjóstsykursgerð en þar komu saman nokkur börn ásamt foreldrum sínum og fengu að klippa og móta brjóstsykursmola og búa til sleikipinna. Þeim fannst það mjög skemmtilegt og fóru kát og stolt út með sinn brjóstsykur. Ímyndunaraflið hjá börnunum hefur litlar hömlur og kenndi ýmissa grasa á námskeiðinu, m.a. gerði ein fiðrildabrjóstsykur, önnur gerði tvíburasleikjó, og svo voru þarna snúningssleikjóar, koddar, kúlur, lengjur o.fl.

Talandi um börnin, þá ætlum við einmitt að fara að bjóða upp á nýjung hjá Nammilandi en það er að koma í barnaafmæli og búa til brjóstsykur með krökkunum. Svo ef einhver er að fara að halda barnaafmæli á næstunni, endilega hafið samband við okkur og við skoðum hvað er hægt að gera :-)

Spennandi tímar framundan og nóg að gera í kringum jólin :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað segirðu um í næstu viku, hvað ræðurðu við marga gríslinga :)

Páley (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Það geta verið allt að 12 börn. Við setjum skilyrði um að það sé fullorðinn á hvert 2-3 börn til að aðstoða börnin og aldurstakmark er 6 ára. Endilega sendu á mig póst á nammiland@nammiland.is eða hringdu :-)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 5.11.2008 kl. 09:24

3 identicon

Til hamingju!

Júlía (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband