Fjall nr. 2 á morgun

Á morgun mun ég klífa fjall nr. tvö í fjallaþjálfuninni. Mun það vera fjallið Vífilsfell. Vanir fjallgöngumenn segja það vera lítið mál en fyrir mér er það stórt og mikið, en ég ætla mér alla leiðina upp! :)

Vífilsfell

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Samkvæmt myndinni sýnist mér þetta nokkuð bratt og meira en að segja það að ná toppnum þarna. Þú segir þetta fjall nr. 2 hjá þér, en  hvað var þá nr. 1 og hvert verður þá nr. 3 spyr ég ? Ég er nú ekki nein fjallageit en er samt nokkuð montinn yfir að hafa náð toppi Esjunnar fyrir nokkrum árum, er alltaf á leiðinni upp á Keili blessaðan en hefur dregist, stefni að því með vorinu.

Skarfurinn, 7.11.2008 kl. 09:31

2 identicon

Spennandi gangi þér rosalega vel og ég veit þú kemst alla leið ert svo ótrúlega mögnuð í þessu:)

Fanney (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Skarfurinn: Jú, bratt er það og krefjandi, sérstaklega fyrir óvana eins og mig. Fyrsti tindurinn voru Móskarðshnjúkar sem einnig var erfiður og krefjandi, sérstaklega í því veðri sem við fórum - brjálað rok og skafrenningur hluta leiðarinnar (sjá http://godpool.blog.is/blog/godpool/entry/681108/). En ég er þarna í hópi fólks og okkur fylgja vanir menn úr hjálparsveitinni, svo ég hef engar áhyggjur. Bara full tilhlökkunar og ætla að muna eftir að teygja á eftir gönguna svo ég verði ekki með harðsperrur í heila viku á eftir eins og síðast :) Fjall nr. 3 verður Keilir (þ.e. í þessari fjallaþjálfun - önnur fjöll koma til greina í millitíðinni)

Fanney: Takk takk - svo er það bara Esjan 16. :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 7.11.2008 kl. 11:05

4 identicon

Já ég er geim 16. ekki spurning hlakka bara til vonandi fáum við bara gott verður:)

 En hvernig gekk í dag?:)

Fanney (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband