Fjall nr. 2 búið

Og það var ekkert svo erfitt, mun auðveldara en síðast :)

Eins og sést á myndinni hér að neðan þá er það töluvert bratt. Mikill halli upp í byrjun, svo kemur sylla þar sem maður nær andanum aftur. Svo kemur aftur töluvert bratt og að lokum þarf að klifra upp á toppinn.

Flestir hefðu bölvað veðrinu en eftir veðráttuna á síðasta fjalli var ég mjög sátt. Það var rigning og þoka, þoka sem gerði það að verkum að ég bara verð að fara þarna aftur síðar þegar skyggnið er betra, því ekkert var útsýnið á toppnum (sem var reyndar frekar fúlt). Það opnaðist reyndar smá gluggi í smástund þannig að við sáum að Hafravatni en ekkert lengra. Þar að auki var gestabókin ekki í kassanum á toppnum svo ég þarf að koma aftur til að kvitta :)

Uppgangurinn tók um 1 1/2 klst og niðurgangurinn rúmlega 1/2 klst (gaman að nota þessi orð hehe)

Vífilsfell

Næsta fjall er svo Keilir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband