5.12.2008 | 10:13
Sjálfsíkveikjur
Þetta vissi ég ekki. Að olíublautar tuskur gætu kveikt í sjálfum sér. Best að passa sig hér eftir.
Svo var eitt sem sýnt var í kastljósinu að mig minnir sem kom mér mikið á óvart. Á flestum heimilum, ef ekki öllum eru til batterý. Á mörgum heimilum er einnig til stálull. Þetta tvennt er stórhættulegt að geyma saman, því batteríin kveikja í stálullinni á no time. Þetta var sýnt í sjónvarpinu og þá sá maður hvað þurfti lítið til. Maðurinn tók örlítinn bút af stálullinni, lét batteríið vart snerta ullina og *pamm* kviknaði strax í.
Hvernig væri það ef kastljósið eða annar góður þáttur tæki sig til og hefði svona "öryggishorn" í hverjum þætti? Fjallaði um hættur á heimilinu og frætt fólk um hvernig hægt sé að forðast þær :) Bara hugmynd.
Kviknaði í Players | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.