Jólapirringur

Í fyrra sagði ég "þessi jól (s.s. 2007) ætla ég ekki að stressa mig yfir neinu, bara taka því rólega og njóta aðventunnar". Svo síðar þegar ég var að pakka saman gjöfum kom Tryggvi til mín og sagði mér að slaka aðeins á. Þá stóð hann mig að því að vera "mega" pirruð. Ég hafði óvart dottið í áhyggjugírinn, áhyggjur yfir að ná ekki að klára allt og gera allt fyrir jólin.

Í gær var ég í þeim gír. En ég fattaði það sjálf, eftir soldinn tíma þó. Sem ég tel vera framför. Svo ég talaði um það við Tryggva af fyrra bragði sem hjálpaði mér að komast yfir pirringinn. Ástæðan fyrir pirringnum er sú sama og í fyrra. Áhyggjur yfir að ná ekki að gera allt og klára allt fyrir jólin.

En þá er bara að stoppa aðeins, anda djúpt inn, taka upp dagbókina og skipuleggja hvenær ég ætla að gera hvað. Gera lista yfir það sem þarf að gera og raða niður á daga. Og ég setti niður hvenær ég ætla í jólagjafainnkaup, jólakortaskrif, gjafainnpakkningar, setja upp jólaskraut og jólaseríu o.þ.h. og VÁ hvað það var mikill léttir. Nú hef ég alveg tíma fyrir þetta allt saman. Dagskráin er kannski soldið þröng, en þetta er allt saman á sínum dögum.

Og svo eru jólin nú bara til þess að njóta þeirra og láta sér líða vel, þau þurfa ekki að vera fullkomin!

smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bíð þá ekki í það þegar þið verðið komin með börn!

Júlía (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Það er seinni tíma vandamál

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 5.12.2008 kl. 15:54

3 identicon

já iss maður á alls ekki að vera að hafa áhyggjur af svona hlutum því jólin koma hvort sem er þó það hafi ekki verið sett upp þetta og hitt jólaskrautið eða ekki bakað eða búið eitthvað til fyrir jólin. Það tekur hvort sem er enginn eftir því nema þú sjálf/ur. Það er ekki þess virði að stressa og pirra sig yfir hlutunum því er maður að halda jól fyrir sjálfan sig eða einhvern annan. Seinustu ár hef ég ekki getað hugsað um jól fyrr en 21. des og þá gerir maður bara það sem manni finnst lang mikilvægast og hinu sleppir maður.

Dísa (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Nákvæmlega Dísa :)

Ég er ekki einu sinni með bakstur inni á planinu svo ég býst ekki við að baka neitt þessi jól - frekar en í fyrra. Kannski bakar Tryggvi :) En eins og þú segir, jólin koma hvort sem er og þau eru alltaf jafn æðisleg. Jólin í fyrra voru Geðveik með stóru G og ég man ekki til þess nokkurntíma að hafa upplifað leiðinleg jól!

Svo eru líka svo margir frídagar núna. Ég ætla að taka mér smá frí, vinna tvo daga milli jóla og nýárs en annars bara að slappa af með tásurnar upp í loft. Taka mér "sumarfríið" sem ég í raun fékk aldrei :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 6.12.2008 kl. 10:29

5 identicon

Heyr, heyr! Jólin eru át-hátíð ljóss og leti og aðventan notalegheita fyrst, undirbúnings næst og pirrings aldrei!

Mér finnst nú svo mikil afslöppun í smákökubakstri að ég mundi verða pirruð og stressuð ef ég gæti það ekki...

Freyja Rut (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband