28.1.2009 | 15:23
Prjónaæði og svo Næstum drepin af skilrúmi og viftu
Það mætti halda að það hafi ekkert verið að gerast í mínu lífi síðustu daga og vikur en því er nú alveg fjarri. Það er sko alveg meira en nóg að gera sem er bara gott því þá er jú gaman að lifa :)
Um síðustu helgi fór ég á opið hús hjá JCI þar sem hún Hanna ætlaði að vera að kenna þeim sem vildu að prjóna, en svo vildi til að hún var veik stelpan. Ég lét það nú ekki stoppa mig, sér í lagi þar sem ég var búin að fara í Fjarðarkaup og kaupa mér prjóna og garn. Ég mætti svo í JCI húsið en drengirnir þar þóttust ekki geta kennt mér. Ég fór því að bögglast við að reyna að muna hvernig ætti að fitja upp (ég hef ekki prjónað síðan í grunnskóla) en það gekk eitthvað erfiðlega. Og hvað gera bændur þá? Jú, hringja í mömmu. Ég hringdi í mömmu sem var nú ekki alveg á þeim buxunum að geta lýst þessu fyrir mér. En það skipti ekki máli, því það reddar víst öllu að hringja í mömmu því ég mundi þetta eftir smá samtal við hana :) Mamma reddar öllu.
Ég fitjaði því eitthvað upp, tók mér eina til tvær tilraunir í það og byrjaði svo að prjóna. Prjóni prjóni prjón. Mikið var þetta nú gaman. Á sunnudaginn hélt ég svo áfram og þá var komið að því að hætta. Hmm.. hvernig hættir maður aftur? Jú prófum internetið núna - og eftir örstutta leit á netinu var ég búin að "loka" stykkinu. En áfram hélt ég og prjónaði mér hlýjar og góðar grifflur. Já já - ýmsir annmarkar á þeim en þær eru hlýjar. Það er það sem skiptir mestu máli :) Þegar grifflurnar voru klárar hélt ég áfram á að æfa mig við mismikla lukku. En prjónaæðið er komið í gang og nú er bara að æfa sig meira, kíkja til vinkvenna sem kunna meira og geta kennt mér og prófa einhverjar prjónauppskriftir.
Ætli ég verði einhverntíma svona hardcore "knittari"? :-)
En hvað með þetta skilrúm og þessa viftu? Jú ég skal segja það. Í vinnunni er ég í opnu rými sem er stúkað af með skilrúmum. Sem er nú ekkert merkilegt útaf fyrir sig. Hinsvegar er mitt rými og þess sem er við hliðina á mér stúkað sundur með einum stökum skilrúmsvegg - sem er ekki festur við neitt annað. Hann er frístandandi og hefur alltaf verið pínu valtur - eða þannig að það er ekki gott að halla sér upp að honum. En í dag þá var fótunum bókstaflega sópað undan þessum vegg þannig að hann féll kylliflatur niður. Upp við vegginn, mín megin stendur svo vifta á löngum fæti og að sjáfsögðu datt hún líka kylliflöt - og það var viftan sem datt inn í básinn minn, ofan á hinn stólinn í básnum. Ágætt að enginn sat í honum.
Well, ég slapp nú alveg ómeidd frá þessu - enda svosem ekki mikil hætta mín megin þar sem ég er frekar langt frá þessum vegg. Ef ég væri hinsvega veik fyrir hjarta, sem ég er nú ekki, þá hefði maður alveg getað fengið hjartaáfall.
Ath - ekki mynd af mínum vinnustað ;-)
Athugasemdir
Lýst vel á Prjóna-Laugu, þetta er róleg og góð afþreying! Hefur þú séð lopaermarnar mínar? Það er mjög auðvelt að prjóna þær og rosa flottar. Ég get kennt þér að prjóna þær í gegnum síma, þó það væri nú enn skemmtilegra að fá þig í heimsókn.
Júlía Rós (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:14
Já, hef séð prjónaermarnar sem eru mjög flottar, og er mikið til í að koma í prjónaheimsókn :)
Næsta skref hjá mér er samt að fara á bókasafnið og taka prjónabókina frá Námsgagnastofnun og byrja á einhverju einföldu uppúr henni til að æfa mig :) Get alveg komið í prjónaheimsókn þó ég fari ekki strax í ermarnar ;)
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 29.1.2009 kl. 11:27
Þú ert ávallt velkomin!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.