Helgafell

Um helgina var farið í fimmtu fjallgönguna í Astmafjallgönguverkefninu en þetta var mitt þriðja fjall. Ég missti af fyrstu ferðinni sem var farin á Esju og svo ferðinni í desember sem var farin á Keili.
Ég er því nú búin að fara á Móskarðshnúka, Vífilsfell og núna um helgina var farið á Helgafell rétt utan við Hafnarfjörð.

Veðrið var geðveikt, glampandi sól, logn og vel af snjó yfir öllu. Gengið var frá bílastæðinu við Kaldársel og upp á topp og var farið frekar hratt yfir og tók ca klukkutíma og korter að komast upp á topp. Á toppnum sáum við að ekki viðraði eins vel á fólk í Bláfjöllum, en útsýnið hjá okkur var frábært. Skrifað var í gestabók og tekin hópmynd, flestir fengu sér aðeins gott í gogginn og svo var lagt aftur af stað heim.

Þó Helgafellið sé í sjálfu sér ekkert erfitt fjall þá var ég nú alveg dauðuppgefin eftir ferðina, enda farið hratt yfir í snjófæri og ég ekki búin að vera dugleg í þjálfuninni. En það er eins gott að herða á ef vel á að ganga í næstu fjallgöngum því þær næstu verða mun erfiðari.

Hér er svo fín mynd af Helgafelli þó tekin sé að sumri til, ég set kannski inn myndir frá astmahópnum þegar þær eru komnar inn á þá síðu.

002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband