Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Annasamt ár

Eitthvað segir mér að árið 2008 verði einstaklega gott ár og verði nokkuð fljótt að líða. Alveg ótrúlega margt á dagskránni og það er bara 3. jan í dag. Já, og litla systir mín er 8 ára í dag :)

Meðal þess sem er á döfinni eru fjölmörg afmæli og veislur, sem byrjar með fertugsafmæli mágkonu minnar bara núna á laugardaginn, sextugsafmæli móður minnar, fimmtugsafmæli tengdamömmu, ferming hjá Gunnari Þór og fullt af öðrum fermingum í fjölskyldu Tryggva..
Svo eru að minnsta kosti tvær utanlandsferðir planaðar, árshátíðarferð með vinnunni minni og svo einkaferð með Tryggva einhverntíma (er í skipulagningu..)
Og svo er það allt hitt, æfa mig fyrir maraþon, æfa mig á gítarinn, lesa fyrir Microsoft prófið (sem hefur ekki gengið nógu vel hingað til), fara á ræðunámskeið, vera aðstoðarmaður á Dale Carnegie námskeiði (ó já, og ég er ekkert smá spennt fyrir það), læra soldið leyndó sem ég ætla ekki að segja frá strax (hehe.. nú verða einhverjir forvitnir) og svo allt hitt sem mér er ekki ennþá búið að detta í hug að gera :) Hver veit nema maður vinni í lottó og fari að byggja draumahúsið sitt Tounge

Já, nóg fyrir stafni sem er bara gott.

Árið 2007 var líka einstaklega gott ár og meðal þess sem stóð mest uppúr var m.a:
-ég skipti um vinnu
-pabbi átti sextugsafmæli
-við fluttum á Vellina í frábæra íbúð (með óþéttum gluggum þó)
-Tryggvi skipti um atvinnuvettvang og starfar nú í okkar eigin fyrirtæki
-tvennar góðar utanlandsferðir
-tvö brúðkaup, eitt sem ég komst því miður ekki í
-utanlandsferðir (Ljubljana og Kaupmannahöfn)
-nýr fjölskyldumeðlimur (She-Ra)
-fékk golfveiruna

og fullt fleira...


Ekki bara kattahland

Úff.. þegar ég var lítil var helsta áhyggjuefnið kattahland og skítur.. nú hafa bæst við eiturlyfjafíklar og salar..


mbl.is Borðaði hass í sandkassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsublogg

Nei ég ætla ekki að íþyngja ykkur með einhverju heilsubloggi hérna. En ég ætla að heilsublogga á gömlu síðunni minni. Það er aðallega fyrir mig til að fylgjast með en þeir sem endilega vilja fylgjast með og hafa áhuga mega það alveg.

Er semsagt að vakna af værum blundi leti og sukki og byrja nýtt líf heilbrigðrar skynsemi og hollustu. Ef ég ætla líka að taka þátt í þessu maraþoni í ágúst þarf að breyta lífsstílnum - ekki nóg að æfa pínu. Já og ég kem með úrslitin úr gamla veðmálinu seinna í dag eða á morgun.

En annars vil ég óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega stundirnar á árinu sem liðið er.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband