Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Kobbi dó í nótt

Grey Kobbi dó í nótt. Það var nú við því búist að það gerðist einhverntíma á næstunni miðað við veikindin síðustu 3 mánuði en maður hélt þó alltaf í vonina um að hann myndi braggast eftir síðustu heimsókn til læknisins. En svo fór ekki. Við létum fara eins vel um hann í gærkvöldi og mögulegt var, hann kúrði í hálsakotinu mínu í þónokkurn tíma og í lófanum hjá Tryggva. Að lokum tók hann síðasta andardráttinn í fanginu á Tryggva í nótt. Ég varð ekki vitni að því þar sem ég var farin að sofa. En hann hvílir þá nú í friði og er hættur að kveljast, sem ég vona þó að hafi ekki verið mikið um (þ.e. kvalir) í lifanda lífi. Kobbi var skemmtilegur og skrýtinn karakter og það verður söknuður af honum og einmanalegt um jólin.

En lífið heldur áfram og ég held að okkur langi í annan fugl og býst við að fyrr eða síðar verði komið nýtt líf inn á heimilið. Hver veit hvort það verður fyrir jól, sjáum til. Fuglar eru yndisleg dýr og er það okkar ósk að eignast stærri fugl seinna. Höfum bara ekki efni á því núna þar sem þeir eru frekar dýrir. En það kemur að því.


Nýtt blogg, nýjar áherslur

Jæja, ég lét verða af því að færa mig yfir á moggabloggið. Búin að pæla í því í svolítinn tíma og dreif í því þegar kallinn skráði sig. Nú fer maður örugglega að tengja í hinar og þessar fréttir og koma af stað málefnalegum umræðum og rugla í fólki með ruglfréttum. Mig langar líka að færa mig aðeins úr þessu "kæra dagbók, þetta gerði ég í dag" formatti sem ég hef alltaf dottið í. Ætla allavega að reyna við það. Kem væntanlega með einhverjar svona skemmtilegar fréttir af mér og mínu lífi en er hætt að rausa um ekkert sérstakt.

Hér ætla ég því að koma meira með mínar skoðanir á ýmsum málefnum og enginn ætti að taka mínar skoðanir nærri sér því þær eru aðeins mínar skoðanir og á engan hátt ætlaðar til að gera lítið úr annarra manna skoðunum. Ef einhverjum finnast mínar skoðanir á einhvern hátt asnalegar eða ósanngjarnar eða eitthvað annað má alveg koma því á framfæri í kommentum - á málefnalegan hátt - ekki með því að brúka kjaft, og þá er hægt að ræða málin. Ég svara ekki kommentum sem eru ekki sett fram á mannsæmandi hátt..

Jæja, látum reyna á þetta :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband