Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hafnarfjarðarbær tæknivæddur

Ég veit ekki hversu mörg bæjarfélög bjóða upp á svona þjónustu. Ég ætlaði að fara að hringja í Hafnarfjarðarbæ (eins og maður geti talað við bæjinn sjálfan.. ok starfsmann Hafnarfjarðarbæjar) og spyrja út í nýju sundlaugina á völlunum, hvaða líkamsræktarstöð opnaði á svæðinu og hvenær væri áætlað að það yrði.

Ég fór því á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og sjá þá eitthvað sem ég ákvað að prófa. Vefspjall við þjónustufulltrúa. Það var reyndar lokað fyrst þegar ég fór á síðuna (opnar 9:15) svo ég fór á fund og prófaði þetta svo. Opnaði svo spjallið, fékk samband við þjónustufulltrúa, spurði hana og fékk svar. Allt þetta á innan við fimm mínútum. Líklega hefði símtalið tekið jafnlangan tíma en mig langaði bara að prófa þetta. Þægilegt :) Með þessu segi ég að Hafnarfjarðarbær sé tæknivæddur.

Hinsvegar klikkar Hafnarfjarðarbær á því að láta laga það að maður verði að setja www fyrir framan hafnarfjordur.is. Ég þoli ekki að þurfa að slá alltaf www. inn fyrst, en það gerist á nokkrum síðum. Óþarfa innsláttur að mínu mati.

En húrra fyrir Hafnarfirði að bjóða upp á þessa þjónustu :)


Nördaráðstefna

Fór á Microsoft ráðstefnu í gær (Heroes happen here í Smáralindinni) þar sem verið var að kynna nýjustu afurðir þeirra, Visual Studio 2008, Microsoft Server 2008 og Sql Server 2008. Ég fór að sjálfsögðu á developer fyrirlestrana (sem fjölluðu um Visual studio). Ég er byrjuð að vinna með tólið og líkar það bara mjög vel. Finnst það þægilegt og margir mjög flottir fítusar.
Fyrirlesararnir voru jafn misjafnir og þeir voru margir. Sumir mættu æfa sig í smá ræðutækni eða læra hvernig maður heldur kynningu/fyrirlestur. En svo voru tveir þarna sem mér fannst virkilega góðir.
Þetta voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar, þeir sem ég sá og maður tók ekkert eftir því hvað tímanum leið.
Því miður missti ég af síðasta fyrirlestrinum, lokaorðunu, puttamatnum, bjórnum og bíósýningunni þar sem ég þurfti að fara um hálffimm. En ég náði þó mestu af því góða sem var talað um :)

En já, visual studio 2008 með frameworki 3.5 er alveg að rokka hjá mér, sérstaklega með nýju hraðvirku vélinni minni þar sem það tekur bara nanósekúndur að compila :)


Hvers vegna baðst hann ekki afsökunar?

Ég sá úrslit laugardagslaganna í endursýningu á sunnudaginn og heyrði þá þessi orð Friðriks Ómars. Við Tryggvi settum bæði upp svip, hvers vegna í ósköpunum sagði hann þetta?
Ég horfði svo á kastljósið í gær þar sem Friðrik og Gilzenegger mættu báðir til þess að ræða þetta mál.
Þetta er það sem ég sá út úr þessu og hef um málið að segja:
Friðrik byrjaði á því að þakka þjóðinni fyrir, sem mér fannt mjög fínt. Svo fer hann að útskýra að það hafi verið að hrópa og kalla ljótum orðum í hans garð og að fjölskyldu hans. Já ok, allt í lagi að fá smá útskýringu. Svo segir hann að tilfinningar hans hafi orðið til þess að hann ákveður að segja þetta. Já ég skil það svosem. Og hann segir að þetta hafi aldrei verið beint að þjóðinni eða þeirra sem kusu Mercedes club heldur til þeirra sem voru með þessi ljótu orð í hans garð.
Það sem hinsvegar vantaði í það sem Friðrik hafði að segja var afsökunarbeiðni. Hann var með eilífar afsakanir en hvergi baðst hann afsökunar. Það er mikill munur þar á. Þarna sýndi hann mér bara að hann væri á sama plani og þeir sem höfðu verið með þessi dónalegu orð. Hefði hann hinsvegar beðið þjóðina afsökunar á því að hann skyldi hafa misst út úr sér þessi orð á tilfinningaþrunginni stund þá hefði ég litið upp til hans. Þessar afsakanir sem hann var með gerðu ekkert fyrir mig.

Hvað Gilzenegger varðar þá er hann bara þessi gaur. Mér fannst samt lélegt af honum að segja ekki eitthvað í þessa átt: "Mér þykir miður ef einhverjir af stuðningsmönnum okkar hafi verið með dónaleg orð í þinn garð og þinnar fjölskyldu. Ég vil þó koma því á framfæri að þetta fólk var ekki á okkar vegum og við vissum ekki af þessu" (já nema hann myndi ekki tala svona háfleygt Tounge). En í staðinn var hann svolítið dónalegur og véfengdi orð Friðriks og sagði að hann hafi ekki heyrt neitt og að enginn sem hann þekkti í salnum hafi heyrt neitt og skildi því ekkert í þessu. Því fannst mér nokkuð gott þegar starfsmaður Kastljóssins sagði að starfsfólk Rúv hafi heyrt eitthvað af þessu, og staðfesti með því orð Friðriks. En þessi hegðun Gilzenegger var eitthvað sem maður bjóst við, því hann er gaur og gerir út á það að vera gaur.
Friðrik Ómar á hins vegar að mínu mati að vera á hærra plani heldur en Gilzenegger hvað varðar háttvísi og hegðun. En hann virðist þurfa að læra hana. Kannski maður þyrfti að senda hann á námskeið til Tryggva áður en hann fer út fyrir Íslands hönd :)

 

En ég vil enda á því að segja Til hamingju með glæsilegan sigur Euroband :)


mbl.is Yfirburðasigur Eurobandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega góð helgi að baki

Já, helgin byrjaði sannarlega vel, dótadagur í vinnunni sem fagnað var með því að fá sér smá Páskabjór í lok vinnudags. Ekki slæmt það. Mæli með páskabjórnum, hann er mjög fínn.
Laugardagurinn var mjög fínn líka og endaði hann sérstaklega vel. Ég hafði boðið mömmu út að borða og lét hana halda að það væri bara með mér og Tryggva en svo kom í ljós að á veitingastaðnum vorum við systkinin, systkini hennar, amma og konan hans afa. Óvæntur glaðningur fyrir hana sem hún var virkilega ánægð með. Kvöldið endaði svo heima hjá henni þar sem gleðskapurinn hélt áfram í smá tíma.
Já og daginn áður hafði mamma hringt í alla til að bjóða í kaffi heim til sín á sunnudeginum - sem betur fer missti enginn út úr sér að þau væru að fara að hitta hana á laugardagskvöldinu :) Þannig að allir hittust aftur á sunnudaginn heima hjá mömmu og fengu sér köku saman :)

babyAð öðru skemmtilegu þá eignaðist Páley strák á laugardagsmorgun, hann lét loksins sjá sig eftir smá bið. Vil því enda þessa færslu á að óska henni, Hlyni og Kristjönu litlu innilega til hamingju, ég hlakka til að hitta þau einhverntíma fljótlega á Grundó :)


Dótadagur í vinnunni

Tölvunörd

Jáh nú er sko gaman. Um daginn komu fullt af nýjum tölvum og í dag komu fullt af nýjum skjáum. Það er verið að vinna í því að setja tölvurnar upp svo ég bíð róleg þar til ég fæ þá nýju (samt varla að ég geti beðið þar sem vélin sem ég er með núna er alveg að gefa upp öndina). En ég gat ekki beðið eftir að prófa að tengja nýja 24" widescreen skjáinn svo hann er kominn upp núna, tengdur við gömlu vélina. Hinn skjárinn fær því smá pásu þar til nýja tölvan er komin upp. Og þá verð ég komin með tvo stóra og fína skjái :) Bara gaman.

 


Söngvamyndir

Að mínu mati ekki gerðar jafn góðar söngvamyndir í dag og í gamla daga. Eða það eru ekki jafn margar góðar söngvamyndir. Auðvitað voru til leiðinlegar söngvamyndir á tímum Sound of Music eða Annie en í dag eru þær örfáar sem ég get flokkað undir góðar.

Ef ég tek nokkur dæmi um gamlar þá voru Sound of Music, Annie og svo mynd um blaðberastráka sem ég man ekki hvað heitir mjög góðar.
Nútímasöngmyndir eins og Chicago, Moulin Rouge, Evita o.fl fannst mér alveg hundleiðinlegar (annaðhvort leiðinlegur söguþráður, leiðinlegur söngur eða of mikið verið að reyna að færa yfir á nútímann - nútímadans/söngur höfðar ekki til mín).

Hins vegar get ég sagt að það hafi verið unninn sigur með Rakaranum í Flotastræti (Sweeney Todd). Mér fannst hún alveg frábær, það var ekki verið að taka hana of mikið inn í nútímann, hvorki með leikmuni eða söngnum. Kannski hef ég litast af því að Tim Burton leikstýrði og mér finnst Johnny Depp æðislegur, og svo af því að ég sá þetta leikrit uppsett af nemendum í Flensborg (sem var alveg frábærlega vel gert).

Já, væri gaman að fá fleiri svona góðar söngvamyndir.

En ég tala bara fyrir sjálfa mig, þið getið vel haft ykkar skoðanir á þessu :)


Hahahahah

Mér finnst þetta bara fyndið. Einhver gaur á kassanum sem veit ekkert í sinn haus um heimsmálin. Að hann hafi ekki fattað að þetta væri bara ósköp venjuleg kona með slæðu fyrir andlitinu vegna trúar sinnar. Allavega gott að hann fær þjálfun í þessu núna - þá lendir hann vonandi ekki aftur í þessu.
mbl.is Forsvarsmenn Wal-Mart biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins

cutoutage60Elskuleg móðir mín á afmæli í dag, sextugsafmæli. Er hún úti á Spáni að halda upp á það í góðum félagsskap og ágætis veðri og njóta lífsins.

Til hamingju með afmælið mamma :)

 


Þakkarbréf

Ég fékk alveg afskaplega skemmtilegt bréf í gær. Það var þakkarbréf fyrir matarboð sem við Tryggvi héldum fyrir viðkomandi nú í byrjun árs. Og ekki nóg með að þetta væri svona skemmtilegt þakkarbréf þá var það skrifað með svo fallegri rithönd, annað eins hef ég bara aldrei séð áður. Fyrst þegar ég sá bréfið hélt ég að þetta væri boðskort í brúðkaup eða barasta einhver auglýsing og prentað út úr tölvu en svo þegar ég kíkti á það trúði ég varla mínum eigin augum. Þetta var handskrifað. Svona flúrað og fallegt letur hef ég barasta aldrei séð og hvað þá í heilu bréfi. Maður hefur oft séð einhverja skrautskrift í haus á gestabók eða álíka en aldrei svona fallega.
Okkur Tryggva þótti afskaplega gaman að fá svona kort og viljum hér með þakka kærlega fyrir það.

Af hverju þennan félagslega þrýsting?

Alveg finnst mér það mest dónalegasta spurningin á ættarmótum eða fjölskylduboðum þegar fólk spyr "Á ekkert að fara að koma með barn? ", "Hvenær kemur svo barnið" o.s.frv.

Ef mig langar ekki að eignast barn þá geri ég það ekki. Hvort sem þú spyrð mig eða ekki og hversu oft sem þú spyrð mig. Eina sem kemur út úr þessu spurningaflóði er pirringur. Og ef ég get ekki eignast barn en langar það þá verð ég niðurdregin við þessar spurningar. Kannski er ég búin að reyna lengi og þá kemur ekkert nema leiði eða sorg út úr þessu spurningaflóði.
Það kemur engum öðrum við nema mér (og makanum auðvitað) hvort það séu einhver börn á leiðinni, núna, seinna eða aldrei.

Leyfið grey konunni að vera 41 árs í náttfatapartýum með vinum sínum í friði.


mbl.is Þrýst á Jackson að fjölga mannkyninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband