Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Amsterdam Part III and IV

Amterdam Part III

Á laugardaginn vöknuðum við mjöööög seint. Tókum okkur líka bara góðan tíma í að koma okkur framúr og vorum ekki komin út úr herberginu fyrr en um rúmlega kl. tvö. Við röltum af stað niðrí bæ og fundum okkur eitthvað gott að borða (sem var reyndar bara sæmilega gott - líklega það minnst spennandi sem við fengum að borða í ferðinni - bara venjulegur matur).. Heyrðum svo í Valdísi sem var nýbúin að skoða The Amsterdam Dungeon sem við ákváðum að fara að skoða. Þar fékk maður sögulegar heimildir um hin myrku ár, sett fram á mjög leikrænan og skemmtilegan máta. Það voru leikarar sem voru alveg í karakter sem leiddu okkur um staðinn og fræddu okkur um t.d. The Council of Blood, Spænska rannsóknarréttinn, þrælasölu á báta o.fl. Mjög skemmtilegt.
Eftir þessa ferð var farið heim að gera sig kláran fyrir matinn, við vorum búin að panta borð á mjög spennandi stað. Þurftum við að taka leigubíl þangað (sem er frásögum færandi þar sem maður heldur sig venjulega bara í miðbænum - nema maður sé að fara eitthvað spes eins og við vorum að gera). Við vorum fjögur sem fórum þangað, við Tryggvi og svo Ragnheiður (framkvæmdastjóri) og Logi (maðurinn hennar).
Staðurinn sem við fórum á heitir ctaste og þar borðar maður matinn í kolniðamyrkri. Þjónarnir eru nánast eða alveg blindir sem gerir þá líklega hæfari en aðra til að labba um myrkvaðan salinn og þjóna fólki. Þegar við komum á staðinn var tekið vel á móti okkur og við fengum sæti í forrými (sem var bjart) þar sem við fengum okkur fordrykk. Þar var conceptið útskýrt fyrir okkur. Myrkvaður salur, gátum geymt veski o.þ.h. í læstu öryggishólfi frammi (m.a. svo við týndum því ekki í myrkrinu), við fengjum einn sérstakan þjón sem þjónaði okkur allan tímann og var mælt með að við lærðum nafnið hans ef eitthvað kæmi uppá eða ef okkur vantaði þjónustu (eða okkur vantaði á klósettið). Þjónarnir eru með bjöllu á sér svo við heyrum alltaf þegar þeir eru nálægt. Við völdum okkur surprice menu og eftir það vorum við leidd inn í salinn. Já - leidd.. við bjuggum til halarófu og byrjuðum á að fara í gegnum hrúgu af tjöldum, sem halda birtunni úr forrýminu frá salnum. Þegar inn var komið var kolniðamyrkur. Svartara en maður hefur nokkurntíma fundið fyrir. Ekki ein glæta. Okkur var vísað til sætis og tók hann í hendurnar á okkur og setti þær á stólinn okkar. Útskýrði svo fyrir okkur hvað væri á borðinu, tvenn hnífapör (forréttur og aðalréttur) og undir þeim servíettan. Hann mælti svo með að við settum servíettuna bara á okkur eins og svuntu eða smekk :) Já kannski betra því maður vissi ekkert hvort maður væri að fara að sulla eða ekki.
Þetta var mjög sérstakt - vægast sagt en alveg ofboðslega skemmtileg lífsreynsla sem ég ætla pottþétt að prófa aftur þegar ég hef tækifæri til (svona staðir eru t.d. í Berlín líka). Ég var komin með system á hlutina, vatnsglasið var vinstra megin og vínglasið hægra megin. Það kom nokkrum sinnum fyrir að maður setti tóman gaffal upp í sig sem var mjög fyndið. Glösin sem við fengum voru sko engin venjuleg vínglös á fæti, það hentar líklega mjög illa. Við fengum vínið (og vatnið) í litlum sætum mjólkurglösum. Minni hætta á að velta þeim :) Svo var það að giska á hvað við vorum að borða. Það var mjög skemmtilegt. En við fundum strax á lyktinni þegar eftirrétturinn kom hvað það væri, áður en við smökkuðum.. súkkulaðikaka.
Já, eins og ég segi, virkilega skemmtilegt :)
Eftir þetta hittum við fólkið okkar á Rembrandt torgi og fengum okkur einn bjór með því áður en við fórum heim að sofa.

Amsterdam Part IV
Síðasti dagurinn. Jafnframt fyrsti dagurinn sem við fengum okkur morgunmat, líklega þar sem við þurftum að vakna snemma :) Pökkuðum niður dótinu okkar og héldum niðrí lobbý þar sem við tékkuðum okkur út og hittum fólkið okkar. Skáluðum fyrir okkur í kampavíni og rétt áður en við héldum af stað út í rútu fattaði ég að við höfðum gleymt vegabréfunum okkar og fleira mikilvægu dóti í öryggishólfinu uppi á herbergi. Úps, ég fékk að fara inn í herbergið og sækja það, bara eins gott að ég fattaði það strax þarna en ekki þegar við vorum komin upp í rútu á leiðinni út á völl.
Heimferðin var fín, betri flugvél en á leiðinni út og þægilegra viðmót hjá áhöfninni.
Alltaf gott að koma heim þó ferðin hafi verið ofboðslega ánægjuleg og ég hefði alveg viljað vera lengur og skoða meira. Amsterdam er borg sem ég fer pottþétt aftur til og eyði lengri tíma í. Mæli með henni :)


Amsterdam part II

Dagur tvö í Amsterdam. Sváfum út og tókum því rólega. Stefnan var svo tekin í Rembrandt húsið og röltum við áleiðis þangað og þegar við nálguðumst var byrjað á að fá sér að borða. Virkilega góð klúbbsamloka þar á ferð. Svo var haldið aftur af stað en hvergi fundum við húsið. Tókum upp kortið og áttuðum okkur þá á því að við vorum á bandvitlausum stað. Á kortinu voru einhverjir númeraðir punktar og vorum við á rétta númerinu en vitlausum lit. Við vorum s.s. hjá einhverjum veitingastað en rembrandt húsið var allt annarsstaðar. Svo við röltum bara áleiðis að daam torgi og fórum þaðan á verslunargötuna. Mjög mikið mannlíf þarna. Kíktum í 2-3 búðir en keyptum ekkert nema sólgleraugu. Vorum ekki í neinu verslunarstuði, sérstaklega þar sem þetta er svipað dýr borg og hér. Gætum alveg eins farið í Kringluna og verslað þar. Tókum því bara rólega röltið á þetta og skoðuðum mannlífið og fengum okkur bjór.

Amsterdam Almenningsklósett 
Hér sést mannlífið í kínahverfinu (þar sem við héldum að rembrandt húsið væri) og svo almenningsklósett - útipissuskálar fyrir karlmenn. Maður hélt sig frá þeim þar sem lyktin var meira en lítið ógeðsleg.

Eftir rölt um bæinn og skoðun mannlífs var svo haldið upp á hótel að gera sig kláran fyrir árshátíðina. Hittumst við öll niðri í lobbýi og var svo rölt á Supperclub, sem var sko ekki auðvelt að finna. Bara af því að Logi hafði skoðað staðsetninguna nákvæmlega í Google Earth, þá fundum við staðinn sem var í mjög þröngri hliðargötu og lítið sem ekkert merktur. En þangað komumst við á endanum og var okkur vísað í kjallarann þar sem salurinn okkar var. Svartur leðurbólstraður salur með handjárnum hangandi um allt og rúm í staðinn fyrir borð og stóla. Mjög flottur staður.
LauksúpaÁ Supperclub hófst svo rífandi stemning, allir mingluðu rosalega vel, maturinn var góður og skemmtiatriðin góð. Maturinn var borinn mjög skemmtilega fram og það fyrsta sem við fengum var lauksúpa í glerflösku með röri. Kósí stemningÞað var mjög skemmtileg reynsla að vera bara í rúmum og myndaðist voða kósý stemning. Sumir lágu uppi í rúmi, aðrir sátu og aðrir stóðu og spjölluðu. Einn sofnaði meira að segja í einu rúminu :) Klósettin þarna voru unisex, annaðhvort fyrir samkynhneigða eða fyrir gagnkynhneigða. Ég verð nú að játa að það var ekkert sérlega þægilegt að ganga inn á klósett þar sem voru nokkrir karlmenn á pissuskálunum, ganga framhjá þeim og inn á bás. En maður lét sig auðvitað hafa það. Speglarnir á klósettunum voru líka hálfgagnsæir svo ef maður var að varalita sig þá sá fólk fyrir utan klósettið það. Mjög spes. En staðurinn var mjög skemmtilegur og mikil upplifun, maturinn var góður nema hvað að það tók allt of langan tíma að servera matinn, sjö smáréttir á fimm klukkutímum er ekki að gera sig. Margir misstu af 1-2 réttum og sumir fóru bara á steikarhús eða subway. En allt fyrir utan matinn var algjör snilld.
Eftir árshátíðina var rölt og leitað af klúbbi eða góðum stað til að halda áfram djamminu. Hann fannst ekki á fyrsta stað sem við leituðum og tókum við þá hjólataxa yfir í rauða hverfið í von um að það væru skemmtilegir djammstaðir þar. En það var allt að loka kl. 03.00 svo við létum okkur nægja að fara bara heim að sofa.
Tryggvi og Lauga
Skötuhjúin á góðri stundu eftir árshátíð - Tryggvi með hattinn hans Níelsar sem fer honum bara nokkuð vel :) Kannski maður kaupi svona hatt á kallinn :)


Amsterdam - Part one

Ferðin til Amsterdam var frábær.
Ætla að koma hér með ferðasöguna í þremur hlutum (einn fyrir hvern dag, sunnudagurinn tekinn með laugardeginum).

Dagur 1 - Fimmtudagur 1. maí.
Vaknað snemma til þess að fara út á völl, tékkuðum okkur inn í rafrænu check-in sem var algjör snilld. Þurftum því ekki að bíða í mjög langri röð til þess að komast í það og svo önnur stutt röð til að skila af okkur töskunum.
Og í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað langan tíma (væntanlega þar sem ég ferðast alltaf með lággjaldaflugfélögum) þurfti ég ekki að fara í hlið sem var langt að ganga í, við vorum barasta í hliði 1. Flugvélin sem við fórum í var þó ekki sú besta, minna pláss heldur en í express vélunum, mjög lítið fótapláss!
En út komumst við heil á húfi. Miður dagur í Amsterdam og byrjað á því að koma sér fyrir inni á herbergi. Hótelið, Radisson Sas, var mjög flott. Það er byggt úr mörgum gömlum húsum og lobbýið er yfirbyggt með glerþaki. Við vorum á efstu hæð í lægsta húsinu (3 hæðir, hin voru 4 hæðir) og fengum mjög flott og kósí herbergi.
Þessi dagur var tekinn mjög rólega. Röltum aðeins um bæinn og fengum okkur að borða. Fundum okkur svo flottan stað til að borða um kvöldið sem við sáum í blaði uppi á hóteli. þar komu Inger og Níels og hittu okkur. Maturinn þar var alveg frábær og stóðst allar væntingar (set inn myndir síðar, jú ég tók nú líka myndir af fólkinu Wink).
Eftir matinn kíktum við aðeins í rauða hverfið sem var mjög áhugavert. Konur í öllum gluggum (í sumum tilfellum mjög ungar og maður spurði sig hvort hún hefði aldur) og sumsstaðar dregið fyrir sem þýddi auðvitað að þar væri eitthvað action í gangi. Á einum stað sáum við að það var hópur af karlmönnum fyrir utan og fórum að velta fyrir okkur hvað væri í gangi þar. Þegar við komum þar að var löng biðröð af mönnum á leið inn og við heyrðum svo "only five euros"... Ok semsagt eitthvað tilboð í gangi..
En jæja, eftir að við höfðum skoðað okkur aðeins um þarna var haldið heim að sofa.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband