Færsluflokkur: Bloggar
14.9.2008 | 23:38
Wall-E
Horfði á Wall-E í gær og hún er baaara sæt. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að sýna mikið af tilfinningum án orða og hvað þá með svona kassalaga vélmenni. Sjáið bara hvað hann er sætur og einlægur.
Var reyndar að hugsa til þessarar myndar í dag og þá hvað það var margt sem var hægt að setja út á, en svo hugsaði ég - æj þetta er nú bara sæt og skemmtileg teiknimynd - fyrir börn. Efast um að börnin taki mikið eftir þessu.
Það er ekki eins og þetta hafi verið eins og í einhverri teiknimynd sem ég sá þar sem nautið var með júgur!
Annars er ég búin að eyða miklum hluta af deginum í mjög vanabindandi leik - idiot. Takk Einar :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 10:07
Kúrekastelpa
Í dag er ég kúrekastelpa. Ég er fína frúin í bænum, kona bæjarstjórans, í fínu brúnu flauelspilsi, brúnum fínum kúrekastígvélum, með perlufesti, perlueyrnalokka og perluarmband og í hvítri skyrtu. Og með byssu.
Kveðjupartý fyrir Þröst í kvöld, kúrekaþema. Ég ákvað bara að vera fína bæjarstjórafrúin í allan dag. Beint eftir vinnu skelli ég mér þó í dirty kúrekagallann - þó kúrekalegur sé hann ekki (bara flíspeysa, jakki, hlífðarbuxur og grófir útivistarskór) því þá förum við í skotfimi. Eftir skotfimina komum við aftur upp í vinnu - þá verð ég aftur fín bæjarstjórafrú - og þá verður grill og partý - póker og læti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2008 | 09:42
Bara gaman
Fyrsti tíminn í súludansinum búinn og þetta er bara alveg ferlega skemmtilegt en vá hvað þetta er erfitt. Það er ekki beint hægt að segja að maður hafi verið neitt sérlega glæsilegur á súlunni - stirð og klaufaleg - eins og belja á... súlu. Og það er óhætt að maður verður blár og marinn eftir þetta - ég er strax komin með þvílíku marblettina á vinstra hnéð og ofan á hægri rist (don't ask me) og er aum á nokkrum stöðum til viðbótar.
En með því að stunda þetta áfram á ég þokkalega eftir að standast markmiðin sem sett voru í heilsuátakinu í vinnunni - mínus 5kg af fitu og plús 2kg af vöðvum :)
Nú þegar er ég búin að missa ca. 7kg á tæpum 10 vikum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 09:28
Súludans í kvöld
Í kvöld hefst svo hið margrómaða súludansnámskeið - Pole fitness. Hvað ætli sé langt í að ég geti þetta? :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2008 | 13:44
Áttræðisafmæli
Í gær hélt amma mín um á áttræðisafmæli sitt, en hún á afmæli á morgun. Börnin hennar sáu um að skipuleggja veisluna sem haldin var í sumarbústað rétt utan við bæinn (Sumarhús Glitnis í Lækjarbotnum). Eitt barnabarn úr hverri fjölskyldu var sett í skemmtinefnd og lenti ég í því hlutverki í minni fjölskyldu. Hinar fimm fræknu frænkur :)
Afmælið heppnaðist þvílíkt vel sem og skemmtiatriðin sem við frænkurnar sáum um, vorum með ljósmyndasýningu rúllandi í sjónvarpinu, lifandi harmonikku og gítarspil undir dansi og söng (sem sló þvílíkt í gegn), kvæðakút (ég kom með fyrriparta og fólk átti að botna - svo voru verðlaun fyrir bestu botnana) og "Gullbrá og birnirnir þrír" leik. Auk þess voru börnin hennar ömmu tilbúin með söng um hana og sungu þau hann tvisvar. (Fyrst spilaði harmonikkan undir en textinn heyrðist ekki nógu vel svo lagið var sungið aftur síðar um kvöldið við mitt "glæsilega" undirspil).
Um miðja veislu mætti nýr gestur á svæðið sem bókstaflega flaug inn. Það var lítill fugl sem var að flýja undan tveimur smyrlum en hann náði að smeygja sér inn í bústaðinn rétt áður en smyrlarnir hefðu náð honum. Fuglinn var að vísu fastur inni í bústaðnum og hékk uppi í glugga (þar sem enginn náði til hans) allan daginn og megnið af kvöldinu. En þegar gestum fór að fækka teygði Ragnar sig upp í gluggann með viskastykki og náði fuglinum - þó eftir mjög margar tilraunir - og fór með hann út. Fuglinn var frelsinu feginn og vona ég að honum vegni vel í dag og lendi ekki í smyrlaklóm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 19:07
Nammi namm :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er lýsing á handbolta í grein NY Times síðan á laugardag, þar sem verið var að fjalla um íslenska handboltaliðið. Mér finnst þetta bara fyndið :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 09:50
Vel heppnuð menningarnótt
Að minnsta kosti fyrir mitt leyti. Ég byrjaði daginn á að skokka 10 km í Glitnis maraþoninu og hljóp þetta á betri tíma en ég átti von á. Endaði á 1:19:04 (1:16:56). Held að tíminn í sviganum sé flögutíminn sem er réttari tími... Ætla að halda mig við þann tíma :-P. Hvílík tilfinning að hlaupa í svona hlaupi. Þetta er eitthvað sem ég geri alveg pottþétt aftur! Ekkert smá gaman þegar íbúar sem búa á leiðinni sem var farin voru í dyragættinni heima hjá sér að berja á trumbur og flauta í flautur og öskra og hvetja okkur áfram. Og á mörgum stöðum á leiðinni voru hópar af fólki að hvetja fólk áfram. Mjög gaman. Og hvílíki sæluhrollurinn sem fór um mig þegar ég sá Lækjargötuna aftur. Þegar ég beygði inn á Lækjargötuna til að taka síðasta sprettinn þá fékk ég þvílíka gæsahúð og sælutilfinning fór um mig alla og þá fékk ég smá bensín til að taka síðasta sprettinn á "ógnarhraða" :-)
Bara æðislegt.
Eftir hlaupið dreif ég mig heim til að taka mig til fyrir brjóstsykursgerðarsýninguna fyrir nammiland.is, í JCI húsinu. Sýningin heppnaðist alveg rosalega vel og viðtökurnar voru framan vonum. Það var gjörsamlega stappað út úr dyrum og færri komust að en vildu! Með dyggri aðstoð Hönnu gerðum við fimm tegundir af brjóstsykri, ég byrjaði á að gera kóngabrjóstsykur, svo gerðum við karamellubrjóstsykur, næst Bismark (hvítur og rauður með piparmyntu), þar á eftir lakkrísbrjóstsykur og að lokum gerðum við "Menningarnótt", dimmbláan jarðaberjabrjóstsykur.
Um kvöldið fórum við Tryggvi út að borða með vinum okkar í tilefni afmælis hans Sigga. Við fórum á mjög flottan stað, Panorama sem er uppi á 8. hæð í gömlu fiskistofunni - hótelinu sem er nýbúið að opna á móti Seðlabankanum. Rosalega flottur staður og VÁ hvað maturinn var góður. Það er sjaldan sem ég hef smakkað svona gott nautakjöt. Það gjörsamlega bráðnaði uppi í mér! Svo skemmdi sko ekki fyrir að fara út á svalir kl. 23 og horfa á geggjaða flugeldasýningu. Hvílíkur endir á sýningunni - ekkert smá flott. Ég er pottþétt til í að gera þetta aftur á næsta ári, fara þarna út að borða og vippa mér bara út á svalir til að horfa á flugeldasýninguna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2008 | 17:41
Brjóstsykursgerð á Menningarnótt 2008
Viltu sjá brjóstsykur búinn til og fá að smakka?
Á laugardaginn verður Guðlaug frá nammiland.is í húsakynnum JCI við Hellusund 3, 101 Reykjavík. Þar ætlar hún að laga brjóstsykur og leyfa gestum og gangandi að smakka nýgerða, gómsæta mola auk þess sem hægt er að sjá allt ferlið. Heimalagað slikkeri svíkur engann!
Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst frá 14:00-16:00
Hvar: JCI Húsinu, Hellusundi 3, 108 Reykjavík
Kostar: 0 kr
Búist við 100 þúsund gestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.8.2008 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 13:27
Menningarnótt
Líkt og ég minntist á í færslunni á undan þá verður nóg að gera hjá mér á menningarnótt, 10km um morguninn, brjóstsykursgerð í JCI húsinu um daginn, taka á móti fólki í JCI húsinu og svo afmæli um kvöldið.
Ég vil minna á og benda á þennan áhugaverða dagskrárlið :
Brjóstsykursgerð
Sýnd verður brjóstsykursgerð í JCI húsinu við Hellusund kl. 14:00, 14:30, 15:00 og 15:30 og verður hægt að smakka á nýlagaðri afurðinni :)
JCI er svo með opið hús frá 13 - 22 þennan daginn og verð ég á staðnum frá 14 og eitthvað frameftir.
Sjáumst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)