Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Nördaráðstefna

Fór á Microsoft ráðstefnu í gær (Heroes happen here í Smáralindinni) þar sem verið var að kynna nýjustu afurðir þeirra, Visual Studio 2008, Microsoft Server 2008 og Sql Server 2008. Ég fór að sjálfsögðu á developer fyrirlestrana (sem fjölluðu um Visual studio). Ég er byrjuð að vinna með tólið og líkar það bara mjög vel. Finnst það þægilegt og margir mjög flottir fítusar.
Fyrirlesararnir voru jafn misjafnir og þeir voru margir. Sumir mættu æfa sig í smá ræðutækni eða læra hvernig maður heldur kynningu/fyrirlestur. En svo voru tveir þarna sem mér fannst virkilega góðir.
Þetta voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar, þeir sem ég sá og maður tók ekkert eftir því hvað tímanum leið.
Því miður missti ég af síðasta fyrirlestrinum, lokaorðunu, puttamatnum, bjórnum og bíósýningunni þar sem ég þurfti að fara um hálffimm. En ég náði þó mestu af því góða sem var talað um :)

En já, visual studio 2008 með frameworki 3.5 er alveg að rokka hjá mér, sérstaklega með nýju hraðvirku vélinni minni þar sem það tekur bara nanósekúndur að compila :)


Dótadagur í vinnunni

Tölvunörd

Jáh nú er sko gaman. Um daginn komu fullt af nýjum tölvum og í dag komu fullt af nýjum skjáum. Það er verið að vinna í því að setja tölvurnar upp svo ég bíð róleg þar til ég fæ þá nýju (samt varla að ég geti beðið þar sem vélin sem ég er með núna er alveg að gefa upp öndina). En ég gat ekki beðið eftir að prófa að tengja nýja 24" widescreen skjáinn svo hann er kominn upp núna, tengdur við gömlu vélina. Hinn skjárinn fær því smá pásu þar til nýja tölvan er komin upp. Og þá verð ég komin með tvo stóra og fína skjái :) Bara gaman.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband