Verðið skiptir ekki máli...

Það er að segja, maður á ekki að setja það fyrir sig að eitthvað sé of ódýrt. Það má nú heldur kannski ekki missa sig í dýru gjöfunum.. nema maður virkilega vilji það.

Ég hef nú oft fallið í þá gryfju og viðurkenni það fúslega að vera búin að finna einhverja brilliant gjöf en finnast ég þurfa að kaupa eitthvað meira til að "fylla uppí" verðlega séð. Oft hefði ég betur sleppt uppfyllingunni og látið ódýru, en jafnframt virkilega sniðugu gjöfina nægja. Ég er búin að vinna svolítið í sjálfri mér með þetta og læra að vera sátt við þær brilliant gjafir sem ég finn sama hvað þær kosta. Ég reyni oftast að leggja vinnu í að finna út hvað hentar einstaklingnum sem ég er að gefa og gefa honum eitthvað sem nýtist honum eða fylgir hans stíl. Ekki kaupa styttu sem mér persónulega finnst geðveikt flott en passar svo engan veginn inn í íbúðina hjá viðkomandi eða hans smekk. Eða gefa honum tertudisk þegar hann á þegar allt tertudiskasafnið frá Villeroy og boch og fleirum..

Fyrir mitt leyti, þegar ég fæ gjöf, þá skiptir það mig nákvæmlega engu máli hvað gjöfin kostaði þann sem gaf mér hana, nema kannski hún líti út fyrir að hafa verið mjög dýr, þá finnst manni oft svolítið óþægilegt að taka við henni.  Það eina sem skiptir mig máli er að gefandinn sé að segja að honum þyki vænt um mig.


mbl.is 40% kaupa dýrari gjafir en þeir vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Heyr heyr... drögum úr neyslusukkinu og viti menn... verðbólgan og þenslan fylgir með!!

Tryggvi F. Elínarson, 18.12.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband