22.1.2008 | 15:00
Ég er svo ekki að fylgjast með lífi fræga fólksins
Hafði ekki hugmynd að hún ætti von á barni. Vissi heldur ekki um hana Christinu. Maður ætti kannski að fara að lesa slúðurblöðin oftar svo maður geti verið með í umræðunni...
..nee held ekki. Líf þeirra kemur mér barasta ekkert við og þau mega lifa í friði fyrir mér.
En já, að horfa á fæðingu eign barns.. baaah held ég gæti það ekki! Finnst nógu erfitt að horfa þegar nál er stungið í mig. Hvað þá að sjá eitthvað stórt flykki koma út úr líkamanum mínum. En maður veit nú aldrei fyrr en á hólminn er komið, hver veit, kannski á ég eftir að biðja um spegil. Aldrei að segja aldrei!
Horfði á fæðinguna í spegli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tjah.. það er nú eitthvað mis í þessarri frétt.. var henni "réttur spegill" ? .. og hva , lág hún þarna með útglennta fætur í fullum rembing, teygjandi út höndina með spegil til að sjá? ahahahaha... soldið skrítin ímynd, ... myndi frekar halda að spegli hafi vara verið komið fyrir einhverstaðar í sjónmáli.... ALLAVEGA , hin lýsinging, .. dosent paint a pretty picture... :) .. og ALLVEGA... þá vil ég ekki einn einasta spegil á fæðingardeildinni takk fyrir pent!
Vala (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:51
Ég er 55 ára og hef þá yndislegu lífreynslu árið 1988, að hafa horft í spegil á son minn fæðast. Það var alveg meiriháttar. Þetta var þriðja barnið mitt af fjórum og þarna hafði ég fyrst á tilfinningunni til hvers var að rembast... Ég var svolítið feimin fyrst og svo tók ákafinn við.:-)
Ásdís (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:52
Vala: Já nákvæmlega það sem ég fór líka að pæla - hélt hún bara sjálf á speglinum? Efast stórlega um það!
Ásdís: Frábært hjá þér! Ég afþakka samt ennþá pent.
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 23.1.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.