Fólk í of lélegu formi

Er þetta ekki bara svipað og þegar fólk sem er í lélegu formi byrjar að hreyfa sig eftir langa kyrrsetu og byrjar of skart? Enda mæla þeir í fréttinni ekki á móti þessu heldur að fólk stundi leikina í hófi. Fólk er greinilega að gleyma sér í spilun.. sem er samt ekki skrýtið þar sem þetta eru alveg einstaklega skemmtilegir leikir sem henta bæði börnum og fullorðnum.

Það fyrsta sem allt vant hlaupafólk segir við mig þegar það heyrir að ég er byrjuð að æfa hlaup er einmitt "Passaðu þig bara að byrja ekki of skart, taktu þessu rólega og vinndu þig hægt og rólega upp. Það leiðinlegasta sem þú gætir lent í eru meðsli af því að þú fórst of hratt af stað!"

Ég segir bara - Wii inn á hvert heimili og allir að hreyfa sig - í hófi til að byrja með ;)


mbl.is Tilfellum Wii heilkennis fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öööö... ég ætla nú ekki að taka undir aukna tölvunotkun en auðvitað styð ég það heilshugar að fólk hristi sig aðeins og hreyfi!

Annars kipptist íslenskukennarinn innra með mér við þegar ég las orðatiltækið "að byrja skart", ég er nefnilega að safna orðum og alltaf að reyna að bæta við orðaforðann (bæði fyrir kennsluna og Moggakrossgátuna)... Ég fletti þessu upp í orðabók en finn hvergi orðið skart nema í merkingunni skraut, var hinsvegar að velta fyrir mér hvort þetta væri það sama og Helgi segir, nema hvað hann segir "að byrja skarpt", sem ég skil þannig að maður byrji hratt og af miklum krafti, með mikilli skerpu. Samt finnst mér þetta mjög undarlegt orðatiltæki, ég fatta þetta einhvern veginn ekki alveg...

Freyja (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já, þú segir nokkuð Freyja. Góð athugasemd. Ég var einmitt líka að velta þessu fyrir mér þegar ég skrifaði þetta, hvort þetta væri rétt orðað, en mér finnst ég hafa heyrt þetta svo ótal mörgum sinnum að ég bara gerði ráð fyrir að svo væri.
Fannstu heldur ekki "skarpt"?

Eru ekki fleiri sem hafa heyrt eða notað þetta "að byrja of skart" eða "taka of skart af stað"? Eða er ég kannski að rugla saman einhverjum orðum og orðatiltækjum?

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 24.1.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

p.s. já, ég legg sama skilning í þetta, "að byrja hratt og af miklum krafti".

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 24.1.2008 kl. 16:26

4 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Hef mjög oft heyrt fólk segja "voðalega tekurðu skart af stað" - en kannski hefur þetta brenglast með árunum. Var "skarpt" sem er tiltölulega óþjált í framburði ef p-ið á að heyrast... og því átta menn (og konur) sig ekki á ritvillunni því allir heyra "skart" og skrifa því þetta þannig? 

Tryggvi F. Elínarson, 25.1.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband