Bóndadagur

Hvað gera konur fyrir bændur sína á bóndadaginn? Væri gaman að fá sögur frá einhverjum hvað verður gert í dag eða hefur verið gert áður.

Ég hef venjulega ekki gert mikið á bóndadaginn en í fyrra gaf ég bónda mínum húfu og vettlinga sem hafa nýst honum mjög vel hingað til. Í kvöld ætla ég að bjóða honum út að borða og koma honum á óvart með staðsetningunni - held að hann myndi seint giska á rétt svar. Veit að hann hlakkar mikið til.
Mér finnst ferlega gaman að gefa smá á bóndadaginn. Ekkert endilega eins fínt og núna, út að borða, heldur bara eitthvað skemmtilegt. Skemmtilega bók, trefil, eitthvað lítið dót í eldhúsið - já mikið af hugmynum fyrir framtíðina :)

En hvað segið þið, hvað gerið þið á bóndadaginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Venjulega reyni ég að gera vel við bóndann í mat og drykk þennan dag - minnug þess að leiðin að hjarta mannsins ku liggja í gegnum magann :) Í morgun bakaði ég brauðbollur og undirbjó notalega morgunverð áður en ég vakti makann, í kvöld verð ég svo með litla þorraveislu í tilefni dagsins.

Svava (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: M

Minn kall velur að vera á karlakvöldi Fylkis þessi kvöld og fær lítið rómó frá mér þennan dag. Svo er lyktin ógeð þegar hann kemur heim

M, 25.1.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband