Hvers vegna baðst hann ekki afsökunar?

Ég sá úrslit laugardagslaganna í endursýningu á sunnudaginn og heyrði þá þessi orð Friðriks Ómars. Við Tryggvi settum bæði upp svip, hvers vegna í ósköpunum sagði hann þetta?
Ég horfði svo á kastljósið í gær þar sem Friðrik og Gilzenegger mættu báðir til þess að ræða þetta mál.
Þetta er það sem ég sá út úr þessu og hef um málið að segja:
Friðrik byrjaði á því að þakka þjóðinni fyrir, sem mér fannt mjög fínt. Svo fer hann að útskýra að það hafi verið að hrópa og kalla ljótum orðum í hans garð og að fjölskyldu hans. Já ok, allt í lagi að fá smá útskýringu. Svo segir hann að tilfinningar hans hafi orðið til þess að hann ákveður að segja þetta. Já ég skil það svosem. Og hann segir að þetta hafi aldrei verið beint að þjóðinni eða þeirra sem kusu Mercedes club heldur til þeirra sem voru með þessi ljótu orð í hans garð.
Það sem hinsvegar vantaði í það sem Friðrik hafði að segja var afsökunarbeiðni. Hann var með eilífar afsakanir en hvergi baðst hann afsökunar. Það er mikill munur þar á. Þarna sýndi hann mér bara að hann væri á sama plani og þeir sem höfðu verið með þessi dónalegu orð. Hefði hann hinsvegar beðið þjóðina afsökunar á því að hann skyldi hafa misst út úr sér þessi orð á tilfinningaþrunginni stund þá hefði ég litið upp til hans. Þessar afsakanir sem hann var með gerðu ekkert fyrir mig.

Hvað Gilzenegger varðar þá er hann bara þessi gaur. Mér fannst samt lélegt af honum að segja ekki eitthvað í þessa átt: "Mér þykir miður ef einhverjir af stuðningsmönnum okkar hafi verið með dónaleg orð í þinn garð og þinnar fjölskyldu. Ég vil þó koma því á framfæri að þetta fólk var ekki á okkar vegum og við vissum ekki af þessu" (já nema hann myndi ekki tala svona háfleygt Tounge). En í staðinn var hann svolítið dónalegur og véfengdi orð Friðriks og sagði að hann hafi ekki heyrt neitt og að enginn sem hann þekkti í salnum hafi heyrt neitt og skildi því ekkert í þessu. Því fannst mér nokkuð gott þegar starfsmaður Kastljóssins sagði að starfsfólk Rúv hafi heyrt eitthvað af þessu, og staðfesti með því orð Friðriks. En þessi hegðun Gilzenegger var eitthvað sem maður bjóst við, því hann er gaur og gerir út á það að vera gaur.
Friðrik Ómar á hins vegar að mínu mati að vera á hærra plani heldur en Gilzenegger hvað varðar háttvísi og hegðun. En hann virðist þurfa að læra hana. Kannski maður þyrfti að senda hann á námskeið til Tryggva áður en hann fer út fyrir Íslands hönd :)

 

En ég vil enda á því að segja Til hamingju með glæsilegan sigur Euroband :)


mbl.is Yfirburðasigur Eurobandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann baðst ekki afsökunar vegna þess að Friðrik ómar í tómri tunnu.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 09:48

2 identicon

Hegðun Gilzenegger var eitthvað sem maður bjóst við! nokkuð skrítið og er þá í lagi að hann segji ósatt? um hvað fór framm því að mer skilst að það hafi nú ekki farið á milli mála, er það ekki furðulegt að sumum er leifilegt að drulla yfir aðra,eina að vera talinn gaur þá er það ok

Hannes Halldórsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Ég er ekki að segja að það sé í lagi að hann segi ósatt. Ég er að segja að það komi mér ekki á óvart vegna þess hve mikill gaur hann er og hvernig hann hefur verið hingað til. Það að ég búist við einhverju / eitthvað komi mér ekki á óvart er ekki það sama og að segja að það sé í lagi.

Það sem ég var hinsvegar að fókúsera á í þessari færslu var hvað Friðrik olli mér miklum vonbrigðum með því að afsaka sig og réttlæta þessa hegðun sína í stað þess að biðjast bara afsökunar og koma þannig miklu betur út.

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 26.2.2008 kl. 12:30

4 identicon

Þetta var léleg afsökun hjá Friðriki auðvitað var þetta skot á m.c.. get vel verið að það hafi einhver hróp verið útút sal en ég er viss um að þetta var skot á m.c.. Það þarf svo ekkert að vera að gillz heyri hrópin úr sal þvi hann er baksviðis þegar Friðrik er á sviði.  Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem Friðrik sýnir barnalega hegðu fór t.d. í mikla fýlu þegar hann tapaði síðast í undankeppni eurovision.

Valdi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband