Virkilega góð helgi að baki

Já, helgin byrjaði sannarlega vel, dótadagur í vinnunni sem fagnað var með því að fá sér smá Páskabjór í lok vinnudags. Ekki slæmt það. Mæli með páskabjórnum, hann er mjög fínn.
Laugardagurinn var mjög fínn líka og endaði hann sérstaklega vel. Ég hafði boðið mömmu út að borða og lét hana halda að það væri bara með mér og Tryggva en svo kom í ljós að á veitingastaðnum vorum við systkinin, systkini hennar, amma og konan hans afa. Óvæntur glaðningur fyrir hana sem hún var virkilega ánægð með. Kvöldið endaði svo heima hjá henni þar sem gleðskapurinn hélt áfram í smá tíma.
Já og daginn áður hafði mamma hringt í alla til að bjóða í kaffi heim til sín á sunnudeginum - sem betur fer missti enginn út úr sér að þau væru að fara að hitta hana á laugardagskvöldinu :) Þannig að allir hittust aftur á sunnudaginn heima hjá mömmu og fengu sér köku saman :)

babyAð öðru skemmtilegu þá eignaðist Páley strák á laugardagsmorgun, hann lét loksins sjá sig eftir smá bið. Vil því enda þessa færslu á að óska henni, Hlyni og Kristjönu litlu innilega til hamingju, ég hlakka til að hitta þau einhverntíma fljótlega á Grundó :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

........og makar ;)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Jáh og auðvitað elskulegir makar :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 26.2.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband