Þetta kallar maður frumkvöðlastarfsemi

Ef aðstæður í hafinu hér við land leyfa þetta, þá er þetta bara brilliant hugmynd og ég er viss um að margir ferðamenn myndu nýta sér þetta. Fara frekar þangað í hvalaskoðun heldur en eitthvert annað. Ég veit allavega að ég myndi koma við þarna og fara að skoða hvali. Ég hef farið í hvalaskoðun og það var virkilega skemmtileg og eftirminnileg upplifun og ef upplifunin er meiri í svona bát þá myndi ég ekki sleppa því. Jafnvel gera mér sérferð til Dalvíkur, bæði til þess að skoða hvalina og styrkja þessa frumkvöðlastarfsemi hjá drengnum. Ég er alveg viss um að hann skapi sitt eigið góðæri. Vona sannarlega að þetta gangi upp.
mbl.is Kafbátur í hvalaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband