Fyrsti bikarinn minn

..er sko engin smásmíði. Risastórt þungt flykki sem ég er afskaplega stolt af. Reyndar er þetta farandbikar svo ég fæ hans aðeins notið í eitt ár, en nafn mitt mun verða greipt í hann og vera á honum til minningar um sigur minn.

bikar

Og í hverju ætli ég hafi unnið sigur spyrja sig líklega einhverjir.
Ég keppti í Mælskukeppni einstaklinga hjá JCI síðastliðið föstudagskvöld og bar sigur úr bítum þar. Fyrir þennan sigur fékk ég evrópuþingpakka, er semsagt á leiðinni til Turku í Finnlandi í byrjun júní að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópuþingi JCI. Að keppa við bestu ræðumenn Evrópu :-)
Svo nú er ekkert annað að gera en að snara ræðunni yfir á ensku og æfa sig vel með aðstoð góðra þjálfara :-)

Ég er ekkert smá stolt af þessum árangri mínum og ég vil þakka öllu því góða fólki sem hefur átt þátt í því að styrkja mig og efla og ná svona góðum árangri (nota bene - fólk veit ekkert endilega af því hvernig áhrif það hefur á fólkið í kringum sig, það gerist oft alveg óafvitandi). Í þeim hópi eru að sjálfsögðu fjölskylda, vinir, vinnufélagar, fólkið hjá Dale Carnegie og auðvitað hið elskulega fólk í JCI!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, til hamingju með sigurinn, ekkert smá flott hjá þér. Það verður gaman að fara til Finnlands og keppa þar, þú tekur það örugglega með trompi líka  

Kveðja frá Kvistavöllunum, Aldís og co.

Aldís (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:54

2 identicon

Til hamingju!

Daníel (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:01

3 identicon

Frábært hjá þér!!! Til hamingju!

Glæsilegur bikar, Gangi þér sem allra best í Finnlandi 

Helga Rún (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:05

4 identicon

Til hamingju, hann er vígalegur þessi!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband