Brjóstsykursgerð

Í gærkvöldi var ég með lítið brjóstsykursgerðarnámskeið fyrir vinnufélaga og verð ég með annað eins í kvöld. Í næstu viku verð ég svo með námskeið í brjóstsykursgerð fyrir JCI félaga.

Eftir það hugsa ég að ég opni fyrir brjóstsykursgerðarnámskeið fyrir almenning. Þetta er bara svo skemmtilegt og ef fólk byrjar að læra brjóstsykursgerð í sumar, þá hefur það nægan tíma til að spá og spökulera og kaupa sér brjóstsykursgerðarkit fyrir jólin.

Ég veit að ég ætla að gefa svolítið af brjóstsykri í jólagjafir.

Það er líka hægt að gera svo mikið í brjóstsykurgerðinni ef maður leyfir huganum að fara á flug. Lára kokkur var með allskonar funky hugmyndir í gær og voru vinkonur hennar aðeins að halda aftur af henni :) En í gær gerðum við appelsínubrjóstsykur, grænan hálsbrjóstsykur með salmíakbragði, lakkrísbrjóstsykur með lakkrís/salmíakblöndu utan á og svo bleikan anísbrjóstsykur með lakkrís/salmíak fyllingu (sem tókst misvel en fallegur var hann og bragðgóður). Græni hálsbrjóstsykurinn var geggjað góður þó það hefði mátt vera meiri mentol kristallar í honum..

En brjóstsykursgerð er afskaplega skemmtilegt sport og ég mæli með að þá sem langa að prófa setji sig í samband við mig og komi á námskeið hjá mér :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband