Nýjar tölur

Jæja jæja.. ætla að skella einu "heilsu"bloggi hér inn. Er hvort eð er alveg hætt með "heilsu"bloggið á "heilsu"blogg síðunni.

15. janúar fór ég í heilsufarsmælingu í upphafi átakskeppni í vinnunni. Þar mældist ég ekkert sérlega vel. Jú blóðsykur og kólesteról var fínt en þol, þyngd og fitu% var ekki gott. Ég fékk þó engan fílukall, bara :| og :) kalla.

Til þess að taka á þessu fór ég að hlaupa. Enda er ég að æfa fyrir maraþon (stefni á 10km). Viðurkenni þó fúslega að ég hef ekki verið dugleg en hef þó ekki setið eins mikið á rassinum og ég hefði gert annars (eða áður).

Í morgun fór ég svo í seinni heilsufarsmælinguna. Úff. Já Úff. Það eina sem ég get sagt. Það mætti halda að ég hafi ekki verið að gera neitt. Jú, einn :| breyttist í sem sést í þolinu - þannig að öll þessi hlaup hafa þá verið að skila einhverju smá:)

Hér koma tölurnar:

15.1.200822.4.2008
Þyngd/Bmi68.6/26.5:|71.3/27.5:|
Fituhlutfall(%)36.6:|36.9:|
Mittismál81:)81:)
Blóðþrýstingur105/70:)100/70:)
Kólesteról4.89:)4.31:)
Blóðsykur4.9:)4.5:)
Þoltala27.5:|31:)

Og þar hafið þið það.. spurning hvort maður þurfi ekki að gefa í núna ef maður ætlar að taka þátt í maraþoni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki bara ólétt :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Nei Júlía, ég er ekki ólétt

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband