Þrjár góðar bækur

Í gærkvöldi var lokakvöld í Dale Carnegie. Síðustu 12 vikur hef ég verið að aðstoða þjálfara og eytt kvöldinu með frábærum konum. Ég var með tárin í augunum þegar við vorum að kveðjast því við erum margar búnar að tengjast sterkum böndum. Stelpurnar höfðu plottað og gáfu okkur aðstoðarmönnunum og þjálfaranum gjafir. Hver millihópur gaf sinni konu (s.s. ég fékk frá mínum millihóp) áritaða bók, og allar konurnar saman gáfu Láru þjálfaranum. Þetta er mjög falleg og skemmtileg bók um það hvernig vatn kristallast misjafnt þegar það er fryst eftir því hvernig er talað við það eða hvort það er nálægt örbylgju eða farsíma eða hvernig tónlist er spilað fyrir það. Þetta var einhver svakaleg rannsókn sem var gerð og það sem kom út úr henni er alveg stórmerkilegt, þegar var talað fallega við vatnið þá kristallaðist það mjög fallega og einmitt öfugt ef óyrðum var hreytt í það. Það er hægt að lesa um þetta hér: http://www.life-enthusiast.com/twilight/research_emoto.htm 

Þegar ég kom heim í gærkvöldi beið mín lítill pakki sem ég mátti opna strax og blómvöndur. Í kortinu utan á pakkanum stóð að þetta væri "fyrirafmælisgjöf" og alvöru pakkann fengi ég síðar. Í pakkanum var svo bókin Ungfrú Stríðin :) Já það er nafn á mig með rentu - ég setti reglu heima hjá mér, bannað að stríða eftir kl. 22 - ekki af því að það væri alltaf verið að stríða mér heldur svo ég hafi einhver mörk á stríðninni minni :) Þetta var semsagt pakki frá Tryggva.

Í morgun beið mín svo pakki í bréfalúgunni. Kortið var mjög skemmtilegt, utan á því stóð "Hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn". Smá húmor þar :) Inni í kortinu voru svo stutt og góð skilaboð, "Til hamingju með afmælið litla systir, þinn stóri bróðir". Og inni í bakkanum var bókin Hugmyndabókin (The idea book), 250 blaðsíður af hugmyndum og 250 auðar blaðsíður fyrir hugmyndir. Snilldarbók með allskonar góðum hugmyndum sem fær mann til að hugsa og með áskoranir um að fara út fyrir kassann. Algjör snilld :) Takk Hermann og Júlía :)

Já, afmælisdagurinn er fallegur þó það sé kalt og rok en framtíðin er björt og lífið er rétt að hefjast :)

Það verður skálað í vinnunni í dag (reyndar ekki í tilefni af afmælinu mínu - en þó skemmtilegt að allir í vinnunni séu að skála þennan dag). Í síðustu viku kom yfirmaðurinn með lítinn kæliskáp, límdi á hann logo Loka og Genius, setti inn í hann 3 freyðivínsflöskur, setti miða inn í hann þar sem stendur 30.4.2008. Lokaði honum svo, setti keðju utan um hann og lokaði með hengilás. Það á semsagt að fara að fagna einhverjum áföngum. Ekki leiðinlegt það. Ég er að hugsa um að fara út í búð og kaupa kex og osta og kannski kavíar í tilefni afmælisdagsins því það passar betur við freyðivín heldur en gúmmelaðikökur.

Amsterdam eftir ekkert of langan tíma..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn litla skott, dagurinn lofar góðu! Okkur datt bara þú í hug þegar við sáum þessa bók! Góða ferð og farðu varlega í grasið.

Júlía (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:55

2 identicon

Sæl skvís, ég sá að þú ert ekki búin að blogga lengi á hinu blogginu svo ég ákvað að skila til þín afmæliskveðju hér líka.. til hamingju með daginn, hann er aldeilis fallegur svo þú ættir ekki að eiga í vandræðum með að njóta hans vel, bestu kveðjur Ingibjörg

Inga stud (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 30.4.2008 kl. 14:50

4 identicon

Góða skemmtun úti :)

Stella (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband