Turku Part IV

Fimmtudagur.

Komið að ræðukeppninni.

Ég vaknaði snemma til þess að gera mig reiðubúna fyrir keppnina. Fékk mér að borða, tók eitt rennsli yfir ræðuna til þess að vekja röddina og fór með Árna yfir í ráðstefnuhöllina. Um níu leytið var okkur keppendum hóað saman, athugað hvort allir væru á staðnum og reglurnar útskýrðar fyrir okkur. Við drógum svo númer sem sagði okkur hvar í röðinni við værum. Ég dró númerið 10. Var því nr. 10 af 12 keppendum. Ansans, þarf að bíða svona lengi. Jæja, ekkert við því að gera. Öllum keppendum nema þeim fyrsta var svo vísað úr salnum því enginn mátti heyra ræðurnar sem voru á undan. Nú var bara að bíða, og passa sig á að tala við fólk til að dreyfa huganum. Jæja, nú var komið að mér og alltaf gaman að því hvað útlendingar eiga erfitt með að bera fram nafnið mitt :) Ég stóð þarna uppi á sviði, í púltinu full sjálfstrausts og sátt við minn flutning. Þegar flutningi mínum lauk settist ég niður og fékk mikið lof hjá samlöndum mínum. Eftir keppnina kom svo til mín kona með tárin í augunum og sagði að ég hefði staðið mig svo vel og ég hefði snert sig og hún ætti ávallt eftir að muna það sem ég hafði að segja. Vá! Þetta var ekkert smá frábært. Nú kom í ljós að það áttu að vera þriggja manna úrslit sem færu fram á laugardagsmorguninn. Síðar um daginn átti svo að vera tilkynnt hverjir þessir þrír væru sem kæmust í úrslit. Þannig að nú tók við önnur löng bið.

Í hádegismatnum kom svo til mín stúlka, annar keppandi sem sagði að ég hefði staðið mig rosa vel (ú frábært) og rétt eftir matinn hitti ég svo breska keppandann sem hafði séð mig (var s.s. að keppa á undan mér) og hann sagði það sama, sagði að ég ætti pottþétt eftir að komast í úrslit.

Sjitt hvað mér leið vel á þessari stundu. Allir að segja mér hvað ég hafði staðið mig vel og ég sjálf ferlega sátt við mitt. Svo við Tryggvi fórum bara út í sólbað, fengum okkur ís og slökuðum á þar til úrslitin voru tilkynnt. Loks kom að því og tilkynnti Brian Kavanaugh sem sá um keppnina úrslitin.

"From JCI UK, Simon...., From JCI Netherlands ...." ... ok nú segir hann mitt nafn... "And from JCI Denmark..." Neeeeiiii.

Ohh ég komst ekki í úrslit. En jæja, ekkert við því að gera nema óska þeim sem komust í úrslit til hamingju og halda áfram að vera svona sátt við mitt. Ég meina það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær svona komment eins og frá konunni sem kom til mín með tárin í augunum og mun aldrei gleyma mér! Þannig að ég gekk út úr salnum með stórt bros á vör og gleði í hjarta. Ykkur finnst ég kannski hljóma væmin, en svona var þetta bara. Mér sjálfri finnst alveg merkilegt hvað ég tók þessu vel, að komast ekki áfram, sérstaklega eftir að ALLIR sem töluðu við mig sögðu að ég ætti pottþétt eftir að komast áfram og að ALLIR sem töluðu við mig eftir þetta sögðu að ég hefði átt að komast áfram, þá er það nægur sigur fyrir mig að hafa bara staðið þarna og hafa náð að snerta við fólki. Og þeir sem þekkja ræðuna mína og hafa heyrt söguna af því hvers vegna ég stóð þarna skilja það væntanlega fullkomlega vel.

Og þar sem ég komst ekki áfram í þriggja manna úrslit var mér alveg óhætt að taka vel á því á djamminu :) Þetta kvöld var Þýska / Ungverska kvöldið og var vel veitt af bjór og mat. Það var virkilega skemmtilegt, sæmilega vel tekið á því en þó farið sæmilega snemma heim þar sem daginn eftir ætluðum við á námskeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís og til hamingju með þennan frábæra árangur :) ekki leiðinlegt að fá svona komment ;)

Sólrún (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:27

2 identicon

Ohhhhhh, en samt flott!

Júlía (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband