Fyrsta hlaupið - 5km á 38.58mín

Í gærkvöldi tók ég í fyrsta skipti þátt í hlaupi, Miðnæturhlaupinu sem var í Laugardalnum. Í síðustu viku skráði ég mig í hlaupið og skráði mig í 5km. Fór svo að hafa áhyggjur að það væri of stór biti fyrir mig en á sunnudaginn fór ég og prófaði að hlaupa leiðina. Ég fór aðeins vitlausa leið, beygði vitlaust á einum staðnum en endaði á því að fara 4.5 km á 40 mín. Nokkuð gott fannst mér og fylltist sjálfstrausti fyrir hlaupið í gærkvöldi.
Ég passaði mig bara á því að hlaupa á mínum hraða, ekki vera að láta aðra keppendur hafa áhrif á minn hraða. Ég stefndi á að vera á 40 mín. Þegar ég nálgaðist markið greikkaði ég sporið töluvert og var þvílíkt ánægð þegar ég sá að ég var að ná þessu á tæpum 39 mínútum. Ekki slæmt. Sérstaklega er ég ánægð með það að ég hélt jöfnum hraða allan tímann, tók enga spretti og gekk aldrei, nema í lokin þegar ég tók endasprettinn.

Núna finn ég líka að það er ekki lengur astminn sem er að stoppa mig heldur er það fótastyrkurinn. Ég var og er ferlega þreytt í löppunum og ætla því að fara í fótastyrkjandi æfingar á næstunni. Og auðvitað hlaupa meira.

Eftir að ég byrjaði í þessu verkefni (Astma-maraþon) þá hef ég verið frekar löt við að hlaupa og æfa mig en núna þegar ég hef tekið þátt í einu hlaupi er áhuginn sko kviknaður og kominn smá keppnisandi í mig. Svo er laugardalurinn líka svo skemmtilegt svæði til að hlaupa, fallegt svæði og í fyrsta sinn á sunnudaginn fannst mér í alvörunni skemmtilegt að hlaupa. :) Bara gaman að því.

Nú er bara að æfa og æfa fyrir 10km í Reykjavíkurmaraþoni í ágúst :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, ég vildi að ég gæti tekið þátt í þessum keppnishlaupum með þér. Er að koma mér af stað í skokkið og finn að skrokkurinn er ekki alveg til í hlaup á hverjum degi, grindin mótmælir harðlega ef ég hleyp á öðru en grasi... En ein sú besta tilfinning sem ég veit er að liggja, vel sveitt, og teygja á í nýslegnu grasi.... mhmmm

Ég mæti til að styðja þig í maraþoninu í ágúst - ég er nefnilega búin að heita á Helga veglegum vinning ef hann hleypur hálfmaraþon ;-)

Freyja Rut (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband