14.9.2008 | 23:38
Wall-E
Horfði á Wall-E í gær og hún er baaara sæt. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að sýna mikið af tilfinningum án orða og hvað þá með svona kassalaga vélmenni. Sjáið bara hvað hann er sætur og einlægur.
Var reyndar að hugsa til þessarar myndar í dag og þá hvað það var margt sem var hægt að setja út á, en svo hugsaði ég - æj þetta er nú bara sæt og skemmtileg teiknimynd - fyrir börn. Efast um að börnin taki mikið eftir þessu.
Það er ekki eins og þetta hafi verið eins og í einhverri teiknimynd sem ég sá þar sem nautið var með júgur!
Annars er ég búin að eyða miklum hluta af deginum í mjög vanabindandi leik - idiot. Takk Einar :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.